Karatekeppnin í kata og kumite fór fram á Reykjavíkurleikunum í dag en keppt var í yngri og eldri flokkum.
Allt helsta landsliðsfólkið var skráð til keppni, en bestum árangri náðu Eydís Magnea Friðriksdóttir í Fjölni og Tómas Pálmar Tómasson í Breiðabliki. Þau unnu hvort um sig í yngri og eldri flokkunum.