Keppt var í klassískum kraftlyftingum á RIG í dag og fór keppnin fram í Sporthúsinu í Kópavogi. Að þessu sinni var mótið innanlandsmót þar sem erlendu keppendurnir þurftu að hætta við komu vegna Covid.
Í kvennaflokki sigraði Kristín Þórhallsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akraness en í næstu sætum komu Birgit Rós Becker og Sóley Margrét Jónsdóttir, báðar úr Breiðablik.
Í karlaflokki sigraði Viktor Samúelsson, KFA. Næstir komu Friðbjörn Bragi Hlynsson, Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar og Alexander Örn Kárason úr Breiðablik. Mörg Íslandsmet féllu á mótinu.
Júlían J.K. Jóhannsson úr Ármanni hafnaði í fjórða sæti í karlaflokki. Hann lyfti mest 320 kg í hnébeygju, 192,5 kg í bekkpressu og 255 kg í réttstöðulyftu en heimsmet hans í þeirri grein er 409 kg.
Heildarúrslitin má sjá hér. Upptaka frá mótinu verður sýnd á RÚV þriðjudaginn 2.febrúar kl. 19.30