Sex greinar á dagskrá á Reykjavíkurleikunum í dag

Rig 2020
Rig 2020

Fjölbreytt keppni fer fram á Reykjavíkurleikunum, en hægt er að horfa á streymi frá öllum greinum. Finna má allt streymi á heimasíðu rig.is. 

Hermiakstur 

Hermikapp­akst­ur er sta­f­rænt form af kapp­akstri þar sem ekið er eft­ir al­vöru­braut­um á bíl­um sem hafa verið sett­ir í sta­f­rænt form. Seinni dagurinn fer fram í dag og hægt er að horfa á keppnina í beinni útsendingu frá kl. 17:30 á Stöð2 e-Sport-rásinni og einnig má fylgjast með streymi hér. 

Listskautar 

Seinni dagur listskautakeppninnar fer fram í dag frá klukkan 10-14, streymt verður frá keppninni. 

Pílukast 

Pílukastskeppnin heldur áfram, en yfir 100 keppendur eru skráðir í hana. Undankeppnin fer fram um helgina og verða úrslitin í beinni útsendingu á RÚV á miðvikudagskvöldið 3. febrúar. Hægt er að horfa á streymi keppninnar sem byrjar klukkan 9:00 og stendur til 18:00.

Ólympískar lyftingar 

Keppni hefst klukkan 9:00 þegar keppnin hefst hjá konunum. Karlarnir hefja svo keppni kl. 11:00. Hægt er að horfa á streymi hér. Mótið verður sýnt á RÚV þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19:30.

Kraftlyftingar

Kraftlyftingamótið fer fram í Sporthúsinu í dag en hægt verður að horfa á streymið hér. Að þessu sinni eru aðeins íslenskir keppendur. Mótið verður svo sýnt á RÚV þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19:30.

Karate  

Í karatekeppninni eru keppendur frá tíu karatefélögum skráðir til keppni og keppa í kata og kumite. Mótinu er skipt í tvo hluta, frá 9:00-12:00 keppa 16 ára og eldri, og 13-15 ára frá klukkan 13:00-17:00. Hægt er að horfa á streymi frá kepppninni hér. 

Frekari upplýsingar má finna á rig.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert