Birna Aradóttir og Arnór Gauti Haraldsson voru sigurvegarar í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum í dag.
Keppnin í ólympískum lyftingum fór fram í Sporthúsinu og kepptu sjö konur og átta karlar á mótinu. Engir áhorfendur voru leyfðir en hægt er að horfa á mótið.
Birna Aradóttir vann kvennaflokkinn með 218,66 Sinclair-stig, önnur var Eygló Fanndal Sturludóttir með 217,01 stig og þriðja var Alma Hrönn Káradóttir með 212,29 stig.
Arnór Gauti Haraldsson vann karlaflokkinn með 346,01 Sinclair-stigi, annar var Einar Ingi Jónsson með 330,40 stig og þriðji var Birkir Örn Jónsson með 326,69 stig. Keppnin var spennandi og margir keppendur náðu góðum árangri.
Kvennaflokkur
1. sæti Birna Aradóttir með 218,66 Sinclair-stig
2. sæti Eygló Fanndal Sturludóttir með 217,01 Sinclair-stig
3. sæti Alma Hrönn Káradóttir með 212,29 Sinclair-stig
Karlaflokkur
1. sæti Arnór Gauti Haraldsson með 346,01 Sinclair-stig
2. sæti Einar Ingi Jónsson með 330,40 Sinclair-stig
3. sæti Birkir Örn Jónsson með 326,69 Sinclair-stig