Klifurkeppnin á Reykjavíkurleikunum sem fram fór í fyrrakvöld var æsispennandi þar sem keppendur sýndu flott tilþrif í þrautunum þremur.
Tíu klifrarar kepptu í úrslitakeppninnni, fimm karlar og fimm konur. Stór hluti af klifuríþróttinni er að hafa mikinn styrk í puttunum og ná góðu gripi.
Hjördís Björnsdóttir er ein reynslumesta klifurkona landsins og sigraði í keppninni, en Hjördís fékk mikla keppni frá Lukku Mörk sem varð önnur. Lukka er ung og efnileg og stefnir hátt í klifuríþróttinni. Þriðja var Gabríela Einarsdóttir. Klifurbrautirnar voru misjafnar, konurnar héngu á hvolfi með svokölluðum tákrók meðan þær náðu réttu gripunum.
Guðmundur Freyr Arnarson sigraði í karlaflokki, en Guðmundur sýndi að hann hefur mikið keppnisskap. Adrian Markowski Polska varð annar í karlaflokki og Birgir Berg Birgisson varð þriðji. Birgir var sá eini sem náði að klára stökkið í bleiku leiðinni af keppendunum fimm.
Kvennaflokkur:
Karlaflokkur: