Fyrsti hluti sundmóts Reykjavíkurleikanna fór vel af stað í gær, en mikið hefur gengið á í undirbúningi mótsins.
Áætlað er að Evrópumeistaramót unglinga fari fram frá 6. til 11. júlí í sumar, en ekki er búið að staðfesta hvar mótið verður haldið.
Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB náði lágmarki á EMU í 400 metra fjórsundi þegar hún sigraði í greininni á 5:03,37 mínútum. Lágmarkið er 5:05,83 mínútur.
Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki náði einnig lágmarki á mótið í 800 metra skriðsundi. Hún vann greinina á tímanum 9:19,05 mínútur. Lágmarkið er 9:19,56.
Mótið heldur áfram í dag og hægt er að finna frekari upplýsingar á heimasíðu sundsambandsins, auk þess sem sjá má streymi frá mótinu hér.