Tveir dagar eru eftir af Reykjavíkurleikunum og verður hægt að fylgjast með streymi í sundi, dansi og rafíþróttum í dag.
Sund
Sundið heldur áfram í dag, en vegna sóttvarna skiptist mótið í þrjá hluta, undanrásir eitt, tvö og svo úrslitahluta.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti að 16 hröðustu keppendurnir synda í tveimur riðlum fyrir hádegi og næstu 16 synda svo í undanrásahluta eftir hádegi. Allir eiga möguleika á að taka þátt í úrslitahlutanum sem fer fram á kvöldin en 8 fljótustu úr þessum 4 riðlum munu synda til úrslita.
Hægt er að horfa á mótið á Streymi á Youtube.
Dans
Danskeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Kórnum í Kópavogi. Þar mun fjöldi para stíga á gólf í fyrsta skiptið í um eitt ár.
Á mótinu keppa um 140 einstaklingar, frá 5 ára og upp úr í latín- og ballroom-dönsum. Mótinu verður skipt upp í marga hluta með það fyrir augum að fylgja sóttvarnarreglum.
Um kvöldið verður svo sýnt frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV klukkan 19:40. Einnig er streymt frá mótinu allan daginn hér.
Rafíþróttir
Í dag fara úrslitin í League of Legends fram klukkan 17:00. Mætast þar liðin VITA LoL og Excess Success í úrslitaleiknum. Einnig verður eins dags bikarmót í Rocket League.
Úrslitin í CS:GO munu fara fram klukkan 20:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports. Þar mæta Stórmeistararnir í Dusty erkifjendum sínum í KR í úrslitaviðureigninni. Hægt verður að horfa á streymi hér.