Búist er við spennandi keppni á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í dag og vonandi að fleiri lágmörk náist á sundmótinu í Laugardalslauginni.
Sund
Þriðji dagur sundmótsins fer fram í dag, en góður árangur hefur náðst síðustu daga með bætingum og lágmörkum íþróttafólksins. Mótið hefst klukkan 9:00 með undanrásum og hefjast svo úrslitin klukkan 17:00
Hér er að fylgjast með streymi frá mótinu og live úrslitum hér.
Frjálsíþróttir
Frjálsíþróttakeppnin hefst í dag klukkan 12.00, en verður svo sýnd á RÚV kl. 16.00. Mikil skipulagning hefur farið í að setja mótið upp, þar sem mótinu er skipt í þrjá mótshluta og svæðinu skipt í fjögur sóttvarnahólf.
Spennandi verður að sjá hvort Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson ná lágmarkinu á Evrópumeistaramótið í 60 m hlaupi, eða hvort Guðbjörg Jóna nái Íslandsmetinu í 200 m hlaupi. Guðni Valur Guðnason keppir í kúluvarpi en hann stefnir á Ólympíuleikana í annað sinn í kringlukasti.