Maraþonhlauparinn Arnar Pétursson fór með sigur af hólmi í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í dag á tímanum 1:58,40 mínútu sem er hans besti árangur í greininni.
Arnar er vanari því að hlaupa mun lengri vegalengdir en hann er fremsti langhlaupari landsins.
Kjartan Óli Ágústsson varð annar á 2:04,40 mínútum en hann datt á lokasprettinum í hörkuspennandi keppni við Arnar, en þjálfari Kjartans var óáttur við Arnar og vildi meina að hann hafi orsakað fall Kjartans.
Valur Elli Valsson varð þriðji á 2:07,30 mínútum og Hlöðver Jóhannsson rak lestina á 2:14,30 mínútum.