Æskan hafði betur gegn reynslunni í júdókeppninni

Árni Lund RIG 2022
Árni Lund RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Keppnin í júdohluta Reykjavíkurleikanna var æsispennandi og óvænt úrslit litu dagsins ljós. 

Emilie Sook frá Danmörk var sigursælust kvenna á mótinu, hún sigraði í opna flokki kvenna og -70 kg þyngdarflokkinn. Hún var jafnframt valin júdokona mótsins.

Jafnar og spennandi glímur

Hinn reynslumikli Martin Pace frá Svíþjóð sigraði +100 kg flokkinn. Martin er sigursæll keppandi og hefur meðal annars unnið 17 verðlaun á Grand Prix/Masters mótaröðunni á vegum Alþjóða Judosambandsins.

Mathias Madsen sigraði í -100 kg flokknum þegar hann vann Egil Blöndal. Mathias þykir einn efnilegasti júdómaðurinn í -100 kg flokki, 2020 varð hann Evrópumeistari í U23. Egill Blöndal varð þriðji í opna flokknum þegar hann tapaði gegn Martin Pace í glímu sem fór í gullskor. 

Hápunktur mótsins var úrslitaglíman í opnum flokki þar sem sigurvegararnir í -100 kg og +100 kg flokki tókust á. Það má segja að æskan hafi sigrað reynsluna, þegar Mathias Madsen 22 ára sigraði hinn 34 ára Martin Pace. Mathias Madsen var jafnframt valinn júdomaður mótsins.

Hinn íslenski Zaza Simonishvili sigraði í -73 kg flokkinum, sem var fjölmennasta flokkurinn. Kjartan Hreiðarsson vann til bronsverðlauna í -73 kg flokki. Árni Lund varð þriðji í -81 kg flokki, en hann tapaði aðeins einni glímu á mótinu sem var geng sigurvegaranum Michal Pfaf frá Tékklandi.

„Við erum ánægð með að hafa boðið upp á sterka júdókeppni fyrir íþróttamennina hér í dag. Þetta var góður dagur, hörku glímur og frábært að hafa áhorfendur í stúkunni,“ segir Þormóður Árni Jónsson framkvæmdastjóri Júdósambandsins.

Nánari úrslit er hægt að finna inn á heimasíðu Júdósambandsins hér.

RIG 2022
RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert