Fimm greinar á dagskrá Reykjavíkurleikjanna í dag

RIG 2020
RIG 2020

Upplýsingafundur gærdagsins var ippon fyrir Reykjavíkurleikana, þegar áhorfendur voru leyfðir á íþróttaviðburðum. Skipuleggjendur Reykjavíkurleikanna þurftu að hafa hraðar hendur þegar áhorfendur voru leyfðir og það er hægt að nálgast miða á leikana hér. Streymt verður frá flest öllum keppnisgreinunum á mótinu og má nálgast streymi á heimasíðu Reykjavíkurleikanna, RIG.IS.

Júdó

Júdókeppnin fer fram í Laugardalshöllinni, undan rásir hefjast klukkan 10, en úrslitin verða í beinni útsendingu klukkan 14:00 á RÚV og heimasíðu Reykjavíkurleikanna. Um 40 erlendir keppendur frá 10 löndum taka þátt. Streymt er frá mótinu á heimasíðu Rig.is.

Sjá Alþjóðleg júdókeppni á Reykjavíkurleikunum í ár.

Skák

Skák er í fyrsta sinn hluti af Reykjavíkurleikunum. Í dag fer Reykjavíkurhraðskákmótið fram í Laugardalshöllinni. Hátt í 40 keppendur taka þátt, teflt verður 11 umferðir með tímamörkunum 3+2, en mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er milli 13:00 – 16:00, hægt er að horfa á streymi hér.

Sund

Annar dagur sundmótsins er í dag, meðal annars taka fjórir Ólympíufarar þátt og freista þess að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið  sem fer fram í Japan í maí. Það þykir líklegt að mótsmet falli um helgina. Spennandi verður að fylgjast með árangri Snæfríðar Sól Jórunnardóttur, sundkonu Íslands og Ólympíufara 2021. Hér má sjá streymi og úrslit.

Borðtennis

Allt besta borðtennisfólk landsins leikur á Reykjavíkurleikunum 2022. Mótið fer fram í TBR, karlaflokkurinn keppir kl. 15:00 og kvennaflokkurinn keppir kl. 16:00.

Keila

Keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum hefst í dag með fyrsta riðlinum af 8 í forkeppninni, en mótið stendur í 6 daga. Hátt í 100 þátttakendur eru skráðir til leiks. Leiknir eru 6 leikir í hverjum riðli og keppast keilarar við að ná sem besta skori til að koma sér í úrslitakeppnina sem fer fram á fimmtudaginn kemur. Hægt er að horfa á keiluna á RIG.IS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert