Mörg mótsmet féllu í sundinu

Sund RIG 2022
Sund RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Flest allt besta sundfólk landsins er mætt til leiks á Reykjavíkurleikunum, þar á meðal Snæfríður Sól Jórunnardóttir.  Sterkir erlendir keppendur eru mættir í Laugardalslaug, sumir til að freista þess að ná lágmarki á heimsmeistaramótið sem fer fram í Japan í maí.

Mörg met féllu um helgina

Tobias B. Bjerg frá Danmörku sigraði í 50 metra bringusundi á nýju mótsmeti þegar hann synti á tímanum 27.84, þá sigraði hann einnig í 100m bringusundi á nýju mótsmeti 1:00.99, en gamla metið átti Anton Sveinn McKee frá árinu 2020.

Rasmus Nickelsen frá Danmörku sigraði í 50m flugsundi á nýju mótsmeti þegar hann synti á tímanum 23.83. Hann hafði bætt mótsmetið í undanrásunum.

Freyja Birkisdóttir setti unglingamet og aldursflokkamet í 800m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 9:08.86, en gamla metið átti hún sjálf, 9:09.32.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir setti aldursflokkamet í 50m flugsundi á tímanum 29.44, en gamla metið átti hún sjálf, sem var 29.77.

Keppnin var spennandi í 50m skriðsundi kvenna en þar börðust þær Kristín Helga, Steingerður og Snæfríður sól um sigurinn. Snæfríður sigraði á tímanum 26.43 sem er bæting á hennar besta tíma, Steingerður varð önnur á tímanum 26.71.

Snæfríður Sól sigraði einnig í 200m skriðsundi á tímanum 2:01.55 á nýju mótsmeti, gamla metið átti Mie Ö Nielsen sem hún setti árið 2012.

Veigar Hrafn úr SH sigraði í 400m skriðsundi eftir spennandi keppni við Andreas Ramsvik frá Noregi. Veigar synti á tímanum 4:12.47 en Andreas synti á 4:12.54

Bergur Fáfnir Bjarnason sigraði í 200m baksundi karla á tímanum 2:16.53, Sindre Kampen frá Bergen varð annar á tímanum 2:19.70.

Síðasti dagur sundkeppni Reykjavíkurleikanna hefst klukkan 9:45 í Laugardalslaug. Smellið hér til að skoða ráslista og úrslit og hér til að fylgjast með beinni útsendingu á heimasíðu Reykjavíkurleikanna, RIG.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert