Sterkustu skákmenn þjóðarinnar eru skráðir til leiks á Reykjavíkurhraðskáksmótinu í Laugardalshöll í dag. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2. Þátttakan miðast við um 40 keppendur, en mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Stórmeistararnir Jóhann Hjartarsson, Hannes Hlífar Stefánnson, Þröstur Þórhallsson og fleiri taka þátt. Einnig taka flestar sterkustu skákkonurnar þátt eins og landsliðkonurnar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björk Jóhannssdóttir. Sigurvegararnir vinna til verðlaunafés. Erlendu keppendurnir sem taka þátt í Norðurlandakeppnina á morgun, taka þátt sem boðsgestir í dag.
Norðurlandakeppni í skák
Landskeppni milli Íslendinga, Dana, Norðmanna og Svía fer fram á sunnudaginn milli klukkan 13:00-16:00 í Laugardalshöll. Tefldar eru atskákir (10+5) eftir útsláttarfyrirkomulagi. Verði jafnt (2-2) verður tefld bráðabanaskák. Karl og kona eru í hverju liði, en fulltrúar Íslands eru stórmeistarinn Hjörvar steinn Grétarsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Hægt er að skoða liðin hér.
Covid setur strik í liðakeppnina
„Það urðu óvænt tíðindi í dag með sænska liðið. Annar keppandinn datt út þar sem hann var greindur með Covid. Sænska skáksambandið var hins vegar mjög fljótt að bregðast við og tekur sjálfur Svíþjóðarmeistarinn í skák, Jung Min Seo, sæti hans. Erum sænska skáksambandinu mjög þakklát fyrir að bregðast svona fljótt við.“ Segir Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins
Keppnin verður í beinni á Rúv og heimasíðu RIG.is.