Danir unnu skákkeppni Reykjavíkurleikanna

Hjörvar Steinn Grétarsson við skákborðið á Reykjavíkurleikunum.
Hjörvar Steinn Grétarsson við skákborðið á Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/ Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Landskeppni fjögurra þjóða í skák á Reykjavíkurleiknum lauk í dag í Laugardalshöllinni.

Svo fór að Danir fögnuðu sigri þegar þeir unnu Svía í úrslitum. Fyrir hönd Danana tefldu þau stórmeistarinn Mads Andersen og Ellen Frederica Nilssen.

Íslendingar þurftu að sætta sig við fjórða sæti. Ísland tapaði á grátlegan hátt í undanúrslitum eftir bráðabanaskák sem tapaðist. Íslendingar töpuðu svo fyrir Norðmönnum í viðureign um bronsið. Fyrir Íslands hönd kepptu Íslandsmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Lenka Ptácníková.

Lokastaðan:

  1. Danmörk
  2. Svíþjóð
  3. Noregur
  4. Ísland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert