Heimsmet í hnébeygju á Reykjavíkurleikunum

Kimberly Walford setur heimsmetið á leikunum í dag.
Kimberly Walford setur heimsmetið á leikunum í dag. Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Kimberly Walford frá Jómfrúareyjunum setti heimsmet í hnébeygju í -76 kg flokki í kraftlyftingum, þegar hún lyfti 192,5 kg á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í dag.

Kimberly Walford fagnar heimsmetinu
Kimberly Walford fagnar heimsmetinu Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Þetta er heimsmet í mastersflokki, en hún á einnig heimsmet í réttstöðulyftu í -69 kg flokki.

Kimberly keppir nú á sínum fjórðu Reykjavíkurleikum. 

Þú getur horft á Kraftlyftingarnar á heimasíðu RIG.IS hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert