Fjöldi alþjóðlegra meta var sleginn á kraftlyftingamóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll í dag þar sem sjö karlar og sjö konur tóku þátt.
Kraftlyftingakeppnin var stigakeppni (IPF GL stig) og ekki var keppt í þyngdar- eða aldursflokkum.
Heimsmet í Master 1 og Evrópumet unglinga
Í kvennaflokknum tóku sjö konur þátt, þar á meðal tvær frá Bandarísku Jómfrúareyjunum, Kimberly Walford og Danielle Todman. Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með 187,5 kg og svo 192,5 kg. Einnig tvíbætti Walford heimsmetið í Master 1 í samanlögðu með 547,5 kg.
Matthildur Óskarsdóttir tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með 120 kg og svo 122,5 kg.
Elsa Pálsdóttir sló þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kg í hnébeygju, 162 kg í réttstöðulyftu og í samanlögðu 362,5 kg.
Efstar í kvennaflokki:
Tony Cliffe vann karlaflokkinn
Tony Cliffe frá Bretlandi keppti í karlaflokki og stefndi á Evrópumet, en var ekki fjarri því. Tony Cliffe tók 310 kg í hnébeygju, 235 kg í bekkpressu og 355 kg í réttstöðulyftu. Breska metið í réttstöðulyftu er 370.5 kg, í þriðju lyftu reyndi hann við 372.5 kg sem hann fékk ekki gilda.
Viktor Samúelsson varð annar, hann tók 280 kg í hnébeygju, 187,5 kg í bekkpressu og 327,5 kg í réttstöðulyftu.
Efstir í karlaflokki: