Borðtennismót Reykjavíkurleikana 2022 fór fram í íþróttahúsi TBR í Laugardal í gær.
Keppt var í karla- og kvennaflokki þar sem 25 leikmenn léku í karlaflokki og 7 leikmenn í kvennaflokki. Góðir gestir léku á mótinu þar á meðal Peter Svenningsen frá Danmörku, einnig tóku þátt íþróttamenn frá Póllandi, Slóvakíu, Rúmeníu og Serbíu.
Í karlaflokki léku í undanúrslitum Ingi Darvis úr Víkingi gegn Birgir Ívarssyni úr BH, leikar fóru þannig að Ingi Darvis sigraði örugglega 4:0 (12-10, 11-2, 11-4 og 11-4).
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Íslandsmeistarinn Magnús Gauti Úlfarsson úr BH gegn Peter Svenningsen frá Danmörku, leikar fóru þannig að Peter sigraði 4:1 (8-11, 11-8, 12-10, 11-9 og 12-10).
Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis og Peter Svenningsen. Um hörkuleik og góðan úrslitaleik var að ræða þar sem Ingi sigraði að lokum, 4:2 (4-11, 12-10, 11-9, 12-10, 8-11 og 11-8).
Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Íslandsmeistarinn Nevena Tasic úr Víkingi gegn Ársólu Arnardóttur úr KR, þar sem Nevena sigraði örugglega 4:0 (11-3, 11-6, 11-9 og 11-4).
Í hinum undanúrslitaleiknum léku Aldís Rún Lárusdóttir úr KR gegn Stellu Karen Kristjánsdóttir úrVíkingi. Aldís sigraði örugglega, 4:0 (11-6, 11-4, 11-6, og 11-7).
Úrslitaleikinn léku því Nevena Tasic og Aldís Rún Lárusdóttir. Leikar fóru þannig að Nevena sigraði 4:0 (11-2, 11-5, 11-5 og 11-2).
Úrslitin í mótinu voru þannig:
Einliðaleikur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingur
2. Peter Svenningsen, Danmörk
3.-4. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Birgir Ívarsson, BH
Einliðaleikur kvenna:
1.Nevena Tasic, Víkingur
2. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
3.-4. Ársól Arnardóttir, KR