Úrslitakeppnin í klifri á Reykjavíkurleikunum fer fram í kvöld í Klifurhúsinu þegar 10 klifrarar keppa um titilinn.
Undankeppnin fór fram í vikunni og þeir sem keppa til úrslita eru:
Konur:
1. Lukka Mörk Sigurðardóttir
2. Inga Arhus
3. Ásthildur Elva Þórisdóttir
4. Katarína Eik Sigurjónsdóttir
5. Brimrúm Eir Óðinsdóttir
Karlar:
1. Valdimar Björnsson
2. Birgir Óli Snorrason
3. Birgir Berg Birgisson
4. Stefán Þór Sigurðsson
5. Egill Örn Sigþórsson
Sýnt verður beint frá úrslitunum kl. 19:30 á RIG.is og RÚV2
Keila á Reykjavíkurleikunum í dag
Í dag heldur riðlakeppnin áfram í keilu á Reykjavíkurleikunum í Egilshöll. Fyrri riðill dagsins verður kl. 15 og sá síðari kl. 19 en leiknir eru 6 leikir í hverjum riðli. Margir erlendir keppendur hafa komið til landsins og flestir þeirra hafið keppni.
Þeirra á meðal eru atvinnukonurnar Verity Crawley frá Englandi og Diana Zavjalova frá Lettlandi sem keppa á bandarísku atvinnumótaröðinni en þær eru eins og er í efstu tveimur sætum forkeppninnar.
Streymt verður frá öllu mótinu fram að sjónvarpsúrslitum á RIG.IS.