Stigahæstu liðin úr undankepnni strandblaksins á Reykjavíkurleikunum mættust í úrslitum í Sandkastalanum í gærkvöld.
Þetta eru fyrstu Reykjavíkurleikarnir þar sem keppt er í strandblaki og með keppnisfyrirkomulaginu „King/Queen of the court“, en það snýst um að verja sinn völl gegn áskorendum. Leikið er í þremur fimmtán mínúta lotum þar sem eitt lið dettur út í fyrstu tveimur lotunum, þrjú lið spila til úrslita í lokahrinu þar sem leikið er í 15 mínutur eða 15 stig hvort sem undan kemur.
Í úrslitum karla voru það Antonio Burgal og Hector Gallardo Dorador frá Spáni sem stóðu uppi sem sigurvegarar og voru krýndir „King of the court”. Janis Novikovs og Benedikt Tryggvason lentu í öðru sæti og þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson enduðu í þriðja sæti.
Í úrslitaleik kvenna réðust úrslitin á lokasekúndunum. Hjördís Eiríksdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir fengu einu stigi meira en Lynne Beattie og Mel Coutts í baráttunni um „Queen of the Court“ og fögnuðu sigri að lokum. Lynne og Mel, sem koma frá Skotlandi, lentu í öðru sæti og Velina Apostolova og María Rún Karlsdóttir enduðu í þriðja sæti.
Til úrslita spiluðu eftirfarandi lið:
Í karlaflokki
Í kvennaflokki