Þau Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Matthías Örn Friðriksson (PG) sigruðu í boðsmóti Reykjavíkurleikanna í pílukasti en bæði unnu þau sína úrslitaleiki örugglega, 7:4 og 7:1.
Ingibjörg sigraði Hrefnu Sævarsdóttur (Þór) í úrslitaleik kvenna og Ingibjörg komst í 4:0 en Hrefna setti spennu í leikinn með að vinna næstu þrjá leggi og minnka muninn í 4:3. Ingibjörg sigraði næstu tvo leggi áður en Hrefna minnkaði muninn í 6:4. Ingibjörg sigldi sigrinum svo heim með frábæru Shangahi útskoti þrefaldur 20, einfaldur 20, tvöfaldur 20.
„Erum við ekki bara að fara á Ally Pally, kvenna alla vega nú eru komin PDC kvenna mót og ég stefni þangað“ sagði Ingibjörg í viðtali við RÚV eftir sigurinn
Í úrslitum í karlaflokki var Íslandsmeistari síðustu tveggja ára Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur gegn guðföður íslenska pílukastsins Guðjóni Haukssyni. Matthías tók völdin strax í sínar hendur og komst í 6:0, Matthías var frábrábær í útskotum í leiknum (44% útskotshlutfall) sem er í heimsklassa. Lokatölur urðu 7:1.
Í viðtali við RÚV eftir sigurleikinn talaði Matthías um að nú væri stefnan tekin á standa sig vel á PDC Nordic og Baltic mótaröðinni því góð frammistaða þar gæfi möguleika á að komast á stærri mót í framtíðinni.
Hægt er að horfa á keppnina á heimasíðu RIG.IS.