Nóg er í boði á Reykjavíkurleikunum, en átta íþróttagreinar fara fram í dag. Hægt er að fylgjast með flestum greinunum á heimasíðu RIG.IS. Vegna mikils áhuga erlendis frá á parakeppninni í CrossFit og Dansi þá verður keppninni einnig lýst á ensku.
CrossFit
RIG CrossFit Invitational er liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Fjögur lið keppa í 5 greinum þar sem einn karl og ein kona eru í hverju liði. Á 90 mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. Katrín Tanja og Annie Mist verða meðal keppenda.
Keppnin byrjar kl. 16:30 en mikill áhugi er á mótinu hérlendis og erlendis. Hægt verður að horfa á mótið á Rúv ásamt því að mótið verður í beinni á RIG.IS.
Liðin og frekari upplýsingar má finna á RIG.IS.
Dans
Í dag fer fram sterkt alþjóðlegt dans mót Reykjavik International Games. Þar munu allt frá börnum stíga sín fyrstu skref og keppa, eins og pör sem hafa keppt í úrslitum á HM og EM. Erlend pör koma frá Finnlandi, Eistlandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Um kvöldið verður bein útsending frá liðakeppninni sem er um kvöldið og þá kemur í ljós hvort að sigur Dana haldi áfram á íþróttasviðinu eða hvort að Ísland nái að knígja fram sigur að þessu sinni.
Keppendalistann og tímatöfluna er hægt að skoða hér. Streymt verður frá viðburðinum frá klukkan 11:30, streymi finnur þú á heimasíðu RIG.IS. Um kvöldið verður svo keppnin í beinni á Rúv og RIG.IS, útsendingin byrjar kl. 20:30.
Enduro hjólakeppnin
Enduro hjólakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í öskjuhlíðinni í vetraraðstæðum, en keppnin fer fram milli klukkan 13:00-15:00
Listskautar
International hluti mótsins fer fram í dag, þar keppa skautarar með alþjóðlegum reglum á þremur keppnisstigum sem skipt er upp í aldur. Um 50 erlendir skautarar keppa á mótinu, þeir koma meðal annars frá Noregi, Hollandi, Argentínu og Bretlandi. Íslensku skautararnir eiga því von á mikilili og fjölbreyttri keppni við erlenda kollega.
Aldís Kara Bergsdóttir hefur verið sigursæl og sett hvert metið af öðru keppir klukkan 14:00 í dag, en keppninni er streymt á RIG.IS.
Rafíþróttir
Rafíþróttakeppnin er einn stærsti rafíþróttaviðburður ársins og er haldin í húsnæði Arena Gaming. Í dag hefst keppni í League of Legends klukkan 12:00 og klukkan 16:30 hefst keppni í FIFA 22. Hægt verður að fylgjast með keppninni hér.
Skotfimi
Skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöll milli klukkan 10:00-16:00. Keppt verður í loftskambyssu í dag.
Hér er hægt að fylgjast með skotskífunum í dag.
Akstursíþróttir
Aksturíþróttasamband Íslands heldur i samstarfi við Kvartmiluklúbbinn og GT Akademinuna hermikappakstur i kvöld. Keppni hefst kl 17:00, keppt verður í flokki GTE á hinni frægu Imola braut.
Hægt er að horfa á keppnina í streymi á RIG.IS.
Skylmingar
Í dag fer fram alþjóðamót í skylmingum með höggsverði fyrir karla og konur í Skylmingarmiðstöðinni í Laugardal. Keppnin byrjar klukkan 10:00