Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni bar af þegar keppt var í hástökki karla á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í dag.
Kristján Viggó, sem er aðeins 18 ára gamall, stökk hæst 2,15 metra og var umtalsvert framar Finnanum Matias Mustonen sem hafnaði í öðru sæti og náði hæst að stökkva 2,04 metra í dag.
Í þriðja sæti hafnaði Elías Óli Hilmarsson úr FH. Stökk hann hæst 1,90 metra.