Heimsmeistarinn hlutskarpastur í Laugardalnum

Chase Ealey einbeitt á svip í Laugardalshöllinni í dag.
Chase Ealey einbeitt á svip í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Bandaríkjakonan Chase Ealey, ríkjandi heimsmeistari í kúlvarpi kvenna utanhúss, reyndist hlutskörpust í greininni innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.

Ealey kastaði lengst 17,90 metra í eina gilda kasti sínu af sex, sem reyndist nægja til sigurs.

Serena Vincent frá Englandi hafnaði í öðru sæti en hún kastaði lengst 16,15 metra.

Karla megin vann Bretinn Lewis Byng með því að kasta 18,09 metra, sem er hans besti árangur.

Guðni Valur Guðnason úr ÍR hafnaði í öðru sæti er hann kastaði lengst, 17,93 metra, sem er nokkuð frá hans besta, 18,90 metrum.

Guðni Valur Guðnason býr sig undir að kasta í dag.
Guðni Valur Guðnason býr sig undir að kasta í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Í þriðja sæti varð Sindri Lárusson úr UFA, en hann kastaði lengst 16,52 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka