Borðtennismót Reykjavíkurleikanna 2023 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal 4. febrúar 2023 í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.
Mótið heppnaðist mjög vel og var um mjög marga spennandi og góða leiki að ræða.
Góðir gestir frá Frakklandi léku á mótinu ásamt leikmönnum frá Rúmeníu, Póllandi, Þýskalandi og Slóvakíu. Yfirdómari mótsins var Árni Siemsen.
Í karlaflokki léku í undanúrslitum Ingi Darvis Rodríguez úr Víkingi og Frakkinn Hamidou Sow. Leikar fóru þannig að Ingi Darvis sigraði eftir hörkuleiki, 4:1 (11:7, 5:11, 11:5, 17:15, 13:11).
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Quentin Praduelle frá Frakklandi gegn Bedö Norbu frá Rúmeníu/KR. Leikar fóru þannig að Praduelle sigraði örugglega, 4:0 (11:4, 11:1, 11:4 og 11:2).
Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis gegn Praduelle. Um hörkuleik og góðan úrslitaleik var að ræða þar sem Ingi Darvis lék mjög vel og sigraði, 4:0 (11:8, 11:9, 11:5 og 11:8).
Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Nevena Tasic úr Víkingi gegn Önnu Manezak frá Póllandi /HK. Nevena sigrað örugglega, 4:0 (11:5, 11:5, 11:7 og 11:4).
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Stella Karen Kristjánsdóttir úr Víkingi gegn Önnu Sigurbjörrnsdóttur úr KR. Leikar fóru þannig að Stella sigraði, 4:0 (11:4, 11:8, 11:1 og 11:7).
Úrslitaleikinn léku því Nevena og Stella, þar sem Nevena sigraði örugglega, 4:0 (11:4, 11:5, 11:3 og 11:5).
Úrslitin á mótinu:
Einliðaleikur karla:
1. Ingi Darvis, Víkingi
2. Quentin Praduelle, Frakklandi
3.-4. Hamidou Sow, Frakklandi
3.-4. Bedö Norbu, KR
Einliðaleikur kvenna:
1. Nevena Tasic, Víkingi
2. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
3.-4. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Anna Manezak, HK