Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark og stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.
Kolbeinn kom í mark á 21,03 sekúndum en fyrra met hans frá árinu 2020 var 21,21 sekúnda.
Lee Thompson frá Englandi kom annar í mark á 21,27 sekúndum.
Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Ármanni varð þriðji á 22,56 sekúndum.