Alexander Viðar og Giedré Razguté unnu til gullverðlauna í skylmingum á RIG sem fram fór í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal dagana 27-28. janúar. Alls tóku 50 keppendur þátt.
Keppni í kvennaflokki var æsispennandi. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Giedré Razguté frá Litháen og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir sem Giedré vann 15:8. Í seinni undanúrslitum mættust Aldís Edda Ingvarsdóttir og Anna Edda Gunnarsdóttir Smith og vann Aldís Edda 15:6.
Í úrslitum mættust því Giedré Razguté og Aldís Edda Ingvarsdóttir og Giedré vann, 15:10.
Í úrslit í karlaflokki mættust Alexander Viðar og Gunnar Egill Ágústsson og vann Alexander 15:13 í spennandi bardaga.
Þetta er í fyrsta skipti sem Alexander Viðar vinnur Reykjavíkurleikana.
Úrslit Reykjavik International Games í skylmingum
Karlar:
3.-4. sæti Kjartan Gunnsteinn Kjartansson og Magnús Matthíasson
Konur:
3.-4. sæti Anna Edda Gunnarsdóttir Smith og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir
Ungmenni (13-20 ára)
3.-4. sæti Anna Edda Gunnarsdóttir Smith og Magnús Matthíasson
Unglingar (13-17 ára)
3.-4. sæti Kjartan Gunnsteinn Kjartansson og Alfreð Ási Davíðsson
Unglingar (12-14 ára)
3.-4. sæti Birta Guðrún Brynjarsdóttir og Hildur Arnþórsdóttir