26 Íslendingar keppa í dag

Gústav Nilsson tók þátt í undankeppninni í gær.
Gústav Nilsson tók þátt í undankeppninni í gær. Ljósmynd/BSÍ

Reykjavíkurleikarnir hófust í gær þegar undankeppni í badminton fór fram í TBR-húsinu.

Nokkrir íslenskir keppendur hófu leik í gær, þeirra á meðal Gústav Nilsson. Hann komst áfram í þriðju umferð undankeppninnar en tapaði þar fyrir Domas Paksys frá Litháen í oddalotu.

Gerda Voitechovskaja tók einnig þátt, komst í aðra umferð undankeppninnar en tapaði naumlega fyrir Inger Pothuizen frá Hollandi eftir hörkuleik.

Aðalkeppnin í badminton hefst í dag þar sem 26 Íslendingar eru skráðir til leiks.

Keppni í sundi og rafíþróttum hefst sömuleiðis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert