Einar nálægt Íslandsmetinu - Fjögur mótsmet fallin

Einar Margeir Ágústsson í 100m bringusundi í kvöld.
Einar Margeir Ágústsson í 100m bringusundi í kvöld. Ljósmynd/Íþróttabandalag Reykjavíkur

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness stal senunni í kvöld á Reykjavíkurleikunum í sundi þegar hann tryggði sér HM-B lágmörk í bæði 50m og 100m bringusundi.

Einar kom fyrstur í mark í 100m bringusundi og synti á tímanum 1:01.23 sem er næstbesti tími í Íslandssögunni. Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð betri tíma í greininni

Fjögur mótsmet fallin

Fjögur mótsmet hafa fallið á leikunum til þessa en í gær bætti Attila Polster frá Sviss mótsmetið í 400m fjórsundi þegar hann synti 4:34,38 og sló þar með tíu ára gamalt met Sindra Þórs Jakobssonar.

Goncalo Carlos Azevedo frá Portúgal sló 19 ára gamalt met Arnar Arnarsonar í 100m skriðsundi en Portúgalinn synti á tímanum 51,14.

Danska sundkonan Martine Damborg sló síðan tvö mótsmet í kvöld. Fyrst setti hún nýtt met í 200m fjórsundi með tímanum 2:18,15. Hún bætti síðan 18 ára gamalt met í 100m flugsundi sem slóvenska Ólympíustjarnan Martina Moravcova átti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert