Keppni í loftriffli á Reykjavíkurleikunum er nú lokið þar sem keppendur úr Skotfélagi Reykjavíkur reyndust sigursælir.
Í unglingaflokki sigraði Sigurlína Wium Magnúsdóttir með 566,8 stig, Úlfar Sigurbjarnarson varð annar með 521,1 stig og bronsið hlaut Starri Snær Tómasson með 348,2 stig. Þau koma öll úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Í opna flokknum sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 236,4 stig, Jórunn Harðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 234,6 stig og í þriðja sæti varð Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 205,8 stig.
Í flokki fatlaðra hlaut Þór Þórhallsson gullið í SH2-R4 með 620,4 stig og í flokki SH2-R5 með 624,4 stig.