Greipur og Clara Reykjavíkurmeistarar

Greipur Ásmundarson á mánudaginn.
Greipur Ásmundarson á mánudaginn. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Hinn 17 ára gamli Greipur Ásmundarson og Clara Stricker-Petersen eru Reykjavíkurmeistarar í klifri. 

Úrslitin fóru fram síðastliðið mánudagskvöld en sex kepptu í karlaflokki og sex í kvennaflokki. 

Greiður hafnaði í fyrsta sæti en í öðru var Paulo Mercado Guðrúnarson. Í þriðja sæti endaði síðan Guðmundur Freyr Arnarson. 

Kvennamegin varð Clara Reykjavíkurmeistari annað árið í röð. Matthildur Flokmann hafnaði í öðru sæti og hin þýska Elena Kappler í þriðja. 

Sú danska Clara Stricker-Petersen.
Sú danska Clara Stricker-Petersen. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert