Emil Ísleifur Sumarliðason og Giedré Raztuté frá Litháen sigruðu í flokkum karla og kvenna á Reykjavíkurleikunum í skylmingum sem fram fóru í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvellinum í dag.
Emil vann síðan Giedré í undanúrslitum í opnum flokki, 15:8, og mætti Gunnari Atli Ágústssyni í úrslitaleiknum. Þar hafði Emil betur, 15:8, og varð því tvöfaldur meistari Reykjavíkurleikanna 2025.