„Algjör rökleysa að banna næturveiðar á Þingvöllum!“

Nú eru næturveiðar bannaðar á Þingvöllum
Nú eru næturveiðar bannaðar á Þingvöllum Morgunblaðið/Golli

Þingvallanefnd hefur samþykkt að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá klukkan hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana og veiðimenn eru ekki beint sáttir við þessa ákvörðun.

Meðal annars er haft eftir Álfheiði Ingadóttur, formanni nefndarinnar, í Fréttablaðinu að veiðimenn geti hvílt sig í fimm og hálfan tíma og leyft öðrum að sofa þá. Talar hún jafnframt um ónæði sem er af þessu næturbrölti veiðimanna.  

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir á sama stað að hann kæri sig ekki um að menn séu með sukk, svínarí, háreysti og ónæði og það er ekki að skilja það öðruvísi en að þessum orðum sé beint til veiðimanna. Jafnframt verði gerð gangskör að því að fylgjast með því að veiðimenn séu ekki að nota ólöglegt agn eins og makríl og hrogn sem verður þó að teljast jákvætt framtak.

Veiðimenn sem við höfum rætt við eru afar ósáttir við þetta enda er fátt eins ljúft og að veiða á björtum sumarnóttum við Þingvallavatn og það er líka gjöfull tími á björtustu dögum sumarsins.  Mönnum finnst það heldur hæpin rök að banna veiðarnar til að veiðimenn haldi ekki vöku fyrir tjaldgestum við vatnið þar sem veiðimenn sem ætla að veiða vel séu yfirleitt hljóðlátir og fara um eins og skugginn til að styggja ekki fiskinn.  Það er frekar að söngglaðir tjaldgestir séu oft forvitnir um veiðina og trufli menn sem séu að kasta flugu við vatnið. Eins þegar söngvatnið fer að segja til sín verður oft glatt á hjalla á tjaldsvæðunum en þá gera veiðimenn það sem er í boði. Nota fæturna, eða ökutæki, og færa sig á annað svæði þar sem er meiri ró og meiri friður.

Ég held að engum veiðimanni detti í hug að biðja tjaldbúana að hafa sig hæga í morgunsárið og sofa til alla vega ellefu því þá sé veiðivonin best og allur óþarfa umgangur við vatnið styggi fiskinn.  

En eitthvert ónæði hefur verið af og til sem væntanlega veldur þessari ákvörðunartöku en í úrræðinu finnst mönnum helst til langt gengið. Það hlýtur að vera leið til að veiðimenn og gestir á tjaldstæðunum sýni hverjir öðrum tillitsemi þannig að hvorir tveggju fái að njóta þess besta sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Þingvallanefnd ákvað auk þess að hækka veiðileyfin úr 1.500 í 2.000 krónur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert