Fyrsti laxinn á land í Norðurá

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með laxinn sem hann veiddi í Norðurá …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með laxinn sem hann veiddi í Norðurá í morgun. mbl.is/Golli

Sigurður Sigfússon veiddi fyrsta laxinn í Norðurá þetta veiðitímabilið en fiskinn fékk hann á veiðistað sem nefnist Bryggjan. Missti Sigurður annan lax á sömu slóðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hóf veiðina í Norðurá í ár en fékk engan lax að þessu sinni.

Sigmundur Davíð kastaði af landi þar sem hann var ekki í vöðlum en hann hóf veiðar við Skerin.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er nú við veiðar og er að kasta í Brotið þar sem vitað er að talsvert er af laxi, að sögn blaðamanns og ljósmyndara mbl.is sem er á staðnum.

Uppfært klukkan 7:50

Bjarni Benediktsson setti í 78 sm grálúsuga hrygnu á Brotinu skömmu fyrir klukkan hálf átta og landaði henni skömmu síðar. Var hrygnan veidd á litla rauða frances keilutúbu. 

Ekki boðsferð heldur opnunarathöfn

Veiðiferð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í Norðurá í Borgarfirði í dag er ekki boðsferð, heldur er um að ræða opnunarathöfn, að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 

Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, staðfesti að Bjarni muni einungis taka nokkur köst en hann mun taka þátt í ráðstefnu í Reykjavík fyrir hádegi.

 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, gagnrýndi ráðherrana tvo harðlega á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún sagði það siðleysi af hálfu Bjarna og Sigmundar að þiggja boðið.

Sigurður segir gagnrýni Jóhönnu á misskilningi byggða. Ekki sé verið að brjóta siðareglur ráðherra, eins og Jóhanna hefur gefið í skyn.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigir ekki lengur veiðiréttinn í Norðurá heldur annast Einar Sigfússon sölu veiðileyfa fyrir veiðiréttareigendur. Ákveðið var að bjóða ráðherrunum tveimur að vera viðstaddir opnunina, sem fram fer í dag, og þáðu þeir báðir boðið. Svanhildur Hólm segir að eftir stutt stopp muni Bjarni fara suður og halda erindi á morgunverðarfundi, Iceland's Bright Future, á Hilton Nordica snemma í dag.

Í samtali við Morgunblaðið í gær fagnaði Einar Sigfússon því að ráðherrarnir hefðu þegið boðið. „Eftir hrunið og uppgang áranna 2006 til 2008 hefur laxveiði fengið nokkuð neikvæðan stimpil á sig og veiðiréttareigendur eiga við ímyndarvanda að stríða,“ sagði Einar.

Hann sagðist jafnframt vilja vinna í því að breyta ímynd laxveiða í huga fólks að nýju og ráðherrarnir skildu vel hvað það væri gott fyrir þann mikilvæga atvinnuveg sem laxveiðin er.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést hér kasta í Norðurá í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést hér kasta í Norðurá í morgun. mbl.is/Golli
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við veiðar í Norðurá í morgun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við veiðar í Norðurá í morgun mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert