Góð veiði í Leirársveit

Halldóra Tryggvadóttir með maríulax sem hún veiddi í Miðfellsfljóti síðdegis …
Halldóra Tryggvadóttir með maríulax sem hún veiddi í Miðfellsfljóti síðdegis í dag. ÞGÞ

Veiði í Laxá í Leirársveit hefur verið góð það sem af er sumri. Eftir að rigningar síðustu daga þá hefur veiðin tekið kipp.  

Að sögn Jóns Ásgeirs Gestsonar leiðsögumanns við ánna þá er mikill lax í ánni og hefur nú dreift sér vel um alla á. Jóni sagði að draumavatn væri nú í ánni og smálaxinn sé óvenju vænn þetta sumarið. Algeng stærð á honum sé 64 til 68 sentímetra og nánast ekkert verði vart við illa haldna örlaxa.

Til viðbótar við laxinn hafi að undanförnu verið að veiðast talsvert mikið af vænum sjóbirtingi allt að 8 pund. Talsverð ganga af nýjum laxi kemur inn á hverju flóði og væru til dæmis Vaðstrengir og Laxfoss enn sjóðandi af laxi þó komið sé fram í miðjan ágúst.

Í kvöld voru komnir rúmlega 600 laxar á land, en í fyrra var afar léleg veiði í ánni þegar aðeins veiddust 402 laxar allt sumarið. Fram kom hjá Jóni Ásgeir að síðasta tveggja daga holl sem hætti á hádegi í dag hafi endað með 34 laxa á sjö stangir, en að auki veiddust 11 sjóbirtingar og þar af einn 8 punda úr Sunnefjufossi og annar 8 punda kom á land úr Vaðstreng I á síðdegisvaktinni í dag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert