Þröstur Elliðason sem heldur úti Veiðiþjónustunni Strengir greindi frá því í færslu á facebook síðu sinni í morgun að hann hefði fengið mikla veiði í Kaldá síðdegis í gær. Kaldá er hluti af svokölluðu Jöklu eitt svæði, sem er neðri hlutinn af Jökulsá á Dal, ásamt Kaldá, Laxá, Fossá og efri hluta Fögruhlíðará.
Hefur Þröstur verið í forystu fyrir því síðustu árin að byggja þessar ár upp sem laxveiðiár, en með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar er Jökla sem blátær bergsvatnsá á meðan Hálslón er ekki komið á yfirfall.
Fram kom að Þröstur hefði sjálfur skotist síðdegis í gær á efri hluta Kaldár og farið á stað sem heitir Lundaholur. Þar hafi honum fljótlega orðið ljóst að engin hafði verið að veiða þar í sumar því hann setti í 20 laxa á þremur klukkutímum og landaði 13 þeirra, alla á Sunray Shadow. Fram kom að allir þessir laxar hafi verið örmerktir úr sleppingu hjá Þresti aðeins ofar í ánni fyrir tveimur árum síðan. Allt hafi þetta verið hrygnur á bilinu 70 til 85 cm langar. Kvaðst Þröstur hafa drepið nokkrar af smærri gerðinni, en annars sett aðrar í klak eða sleppt þeim aftur í ánna.
Hafði hann þurft að hafa mikið fyrir því að halda þeim öllum en náði að draga alla fiskanna upp úr hylnum án þess að styggja hina sem fyrir voru, en sveifin á hjólinu féll af í baráttunni við fyrsta fiskinn.
Fram kom hjá Þresti í lokin að aðeins 3 til 4 stangir hafi verið að veiða í Jöklu í gær en þrátt fyrir það hafi 23 laxar komið á land á og þar af 19 einungis úr Kaldá.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |