Mokveiði í Kaldá í gær

Þröstur með einn af löxunum sem hann landaði við Lundaholur …
Þröstur með einn af löxunum sem hann landaði við Lundaholur í Kaldá síðdegis í gær. FB/strengir

Þröst­ur Elliðason sem held­ur úti Veiðiþjón­ust­unni Streng­ir greindi frá því í færslu á face­book síðu sinni í morg­un að hann hefði fengið mikla veiði í Kaldá síðdeg­is í gær. Kaldá er hluti af svo­kölluðu Jöklu eitt svæði, sem er neðri hlut­inn af Jök­ulsá á Dal, ásamt Kaldá, Laxá, Fos­sá og efri hluta Fögru­hlíðará.

Hef­ur Þröst­ur verið í for­ystu fyr­ir því síðustu árin að byggja þess­ar ár upp sem laxveiðiár, en með til­komu Kára­hnjúka­virkj­un­ar er Jökla sem blátær bergs­vatnsá á meðan Hálslón er ekki komið á yf­ir­fall.

Fram kom að Þröst­ur hefði sjálf­ur skot­ist síðdeg­is í gær á efri hluta Kaldár og farið á stað sem heit­ir Lunda­hol­ur. Þar hafi hon­um fljót­lega orðið ljóst að eng­in hafði verið að veiða þar í sum­ar því hann setti í 20 laxa á þrem­ur klukku­tím­um og landaði 13 þeirra, alla á Sunray Shadow. Fram kom að all­ir þess­ir lax­ar hafi verið ör­merkt­ir úr slepp­ingu hjá Þresti aðeins ofar í ánni fyr­ir tveim­ur árum síðan. Allt hafi þetta verið hrygn­ur á bil­inu 70 til 85 cm lang­ar. Kvaðst Þröst­ur hafa drepið nokkr­ar af smærri gerðinni, en ann­ars sett aðrar í klak eða sleppt þeim aft­ur í ánna.

Hafði hann þurft að hafa mikið fyr­ir því að halda þeim öll­um en náði að draga alla fisk­anna upp úr hyln­um án þess að styggja hina sem fyr­ir voru, en sveif­in á hjól­inu féll af í bar­átt­unni við fyrsta fisk­inn.

Fram kom hjá Þresti í lok­in að aðeins 3 til 4 stang­ir hafi verið að veiða í Jöklu í gær en þrátt fyr­ir það hafi 23 lax­ar komið á land á og þar af 19 ein­ung­is úr Kaldá.   

Frá Kaldá.
Frá Kaldá. streng­ir.is
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert