Fagfólkið

Fjölmargir frábærir starfskraftar vinna góð og skapandi störf hér á landi þar sem verkvitið skiptir höfuðmáli. Á næstu mánuðum mun Morgunblaðið og mbl.is í samstarfi við Samtök Iðnaðarins fjalla um fólk um allt land sem vinnur störf af þessu tagi. Í stuttum og áhugaverðum þáttum á mbl.is verður skyggnst inn í líf þess þar sem áhorfendur fá að kynnast áhugamálum þess og störfum. Fólkið er jafn ólíkt og það er margt og störfin líka.

Stefn­ir á EM í MMA með Mjölni

8.12.2016 Renn­ismiður­inn Pawel Uscilowski starfar hjá Öss­uri þar sem hann smíðar íhluti fyr­ir stoðtæki fyr­ir­tæk­is­ins. Eft­ir vinnu lýk­ur eyðir hann flest­um stund­um við æf­ing­ar í Mjölni en mark­mið hans eru að verða Íslands­meist­ari í hne­fa­leik­um og að keppa á EM fyr­ir Íslands hönd í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um. Meira »

„Ekk­ert mál fyr­ir Stjána-Stál“

1.12.2016 „Þetta er tutt­ug­asta árið mitt og mér líður mjög vel hérna,“ seg­ir Kristján Magnús Karls­son starfsmaður hjá Víf­il­felli. Hann gegn­ir ýms­um störf­um á lag­ern­um, fylg­ist með fram­leiðslunni á færi­bönd­un­um og gríp­ur inní fari eitt­hvað úr­skeiðis. Kristján er með þroska­höml­un og hef­ur unnið til verðlauna á Ólymp­íu­leik­um fatlaðra. Meira »

Gef­ur mikið að vinna í lýs­inu

24.11.2016 Frá því að hann var ung­ling­ur hef­ur Bær­ing Jó­hann Björg­vins­son unnið með raf­magn. Nú starfar hann sem raf­magnsiðnfræðing­ur hjá Lýsi þar sem hann seg­ist kljást við ólík­ar áskor­an­ir á degi hverj­um. Hann seg­ir það gefa mikið að starfa við fram­leiðslu á vör­um sem hann hafi trú á. Meira »

Rann­sókn­ir eru eins og list­irn­ar

17.11.2016 „Maður þarf dá­lítið að vera eins og listamaður, ef þú ætl­ar að birta niður­stöður þá þarftu að vera með eitt­hvað nýtt. Þú get­ur ekki end­ur­tekið það sem aðrir hafa gert og að því leyt­inu til er þetta mjög skap­andi starf,“ seg­ir Hall­dór Svavars­son, dós­ent í eðlis­fræði við HR, um rann­sókn­ar­störf­in. Meira »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK

Hvað borðar þú mikið af súkkulaði?

10.11.2016 „Ég er yf­ir­leitt spurður að því hvað ég borði mikið af súkkulaði og hvort ég geri eitt­hvað annað,“ seg­ir súkkulaðigerðarmaður­inn Hjalti Lýðsson um viðbrögð fólks þegar það heyr­ir hvað hann geri. Starfstit­ill­inn kveiki gjarn­an áhuga fólks enda séu þeir ekki marg­ir sem kunni ekki að meta súkkulaði. Meira »

Para­dís veiðimanns­ins fyr­ir aust­an

27.10.2016 Raf­magns­verk­fræðing­ur­inn Ein­ar Andres­son er mik­ill áhugamaður um veiði. Hann býr á Eg­ils­stöðum og er því vel staðsett­ur til að sinna áhuga­mál­inu þar sem stutt er í stang­veiði, skot­veiði af ýmsu tagi og ekki síst á hrein­dýra­veiðar. „Aust­ur­land er nátt­úru­lega al­gjör para­dís fyr­ir þá sem hafa gam­an af því að veiða.“ Meira »

„Hérna er tækn­in á fremsta hlunni“

13.10.2016 „Hérna er tækn­in á fremsta hlunni, þetta er mik­ill þrýst­ing­ur, það er mik­ill hiti. Við erum með gös sem ekki mega bland­ast og vökva sem ekki mega bland­ast í bland við gríðarlegt magn af raf­orku svo að þetta er virki­lega krefj­andi,“ seg­ir vél­virk­inn Magnús Finn­björns­son um starfið hjá CRI. Meira »

Við erum mestu mögu­legu nör­d­ar

29.9.2016 „Við erum verstu nör­d­ar sem hægt er að ímynda sér,“ seg­ir Aðal­steinn Sverris­son, fram­kvæmda­stjóri Recon um 4-5 manna spila­hóp sem hann til­heyr­ir og spil­ar strategísk hernaðarspil. Til að geta spilað áfram eru þeir jafn­framt að fram­leiða tölvu­leik sem ger­ir þeim kleift að spila án þess að heilu sól­ar­hring­arn­ir fari í það. Meira »

Kon­um í ál­ver­inu fjölg­ar

3.11.2016 Þegar Re­bekka Rán Eg­ils­dótt­ir sem starfar sem leiðtogi í ál­veri Fjarðaáls byrjaði að vinna þar fyr­ir rúm­um ára­tug voru karl­ar í mikl­um meiri­hluta á vinnustaðnum. Síðan þá hef­ur hlut­fallið jafn­ast og Re­bekka sem starfar sem leiðtogi í um 20 manna hóp seg­ir kon­ur vera 8 tals­ins í hon­um. Meira »

Í mótor­sport­inu það sem eft­ir er

21.10.2016 „Þetta ger­ir maður á meðan maður stend­ur í lapp­irn­ar,“ seg­ir renn­ismiður­inn Már­us Daní­els­son um áhuga­málið sem er mótor­sport af ýmsu tagi. Það sé líka stór hluti af áhuga­mál­inu að gera við og betr­um­bæta hjól­in: að smíða íhluti og prófa þá síðan og meta hvort þeir hafi heppn­ast eða ekki. Meira »

Byrjaði níu ára í upp­vask­inu

5.10.2016 „Ég held að ég hafi byrjað níu ára í upp­vask­inu og hef unnið hér sam­fleytt í 12 ár,“ seg­ir Fanný Ax­els­dótt­ir sem starfar hjá fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Skóla­mat. Hún seg­ir eitt það skemmti­leg­asta við starfið vera að ræða við krakka um skoðanir þeirra á matn­um, sem geti verið fjöl­breytt­ar og sterk­ar. Meira »

Hent úr skól­an­um fyr­ir að vera of lengi

22.9.2016 „Það var í fyrsta skipti sem mér var hent út úr skól­an­um af því að klukk­an var að verða of margt. Það var svo gam­an að klippa,“ seg­ir Eyrún Helga sem starfar sem klipp­ari hjá Sím­an­um en er líka með dellu fyr­ir Disney-húðflúr­um og Model-fit­n­ess. Meira »