ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

159 Endurvinnslan hf

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 138
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun
Starfsemi Endurnýting flokkaðra efna
Framkvæmdastjóri Helgi Lárusson
Fyrri ár á listanum 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018
Framúrskarandi 2019

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 1.831.902
Skuldir 682.714
Eigið fé 1.149.188
Eiginfjárhlutfall 62,7%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 10
Endanlegir eigendur 50
Eignarhlutur í öðrum félögum 1
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni VATNSVEITA, FRÁVEITA, MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS OG AFMENGUN

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Vilja bæði fallegar og ljótar umbúðir

Helgi Lárusson er framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar.
Helgi Lárusson er framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Eggert Jóhannesson

„Það er alltaf verið að reyna að sjálfvirknivæða sem mest hjá okkur. Þess vegna erum við til dæmis að opna sjálfvirka stöð í nóvember í Breiðholti og opnum slíka stöð í febrúar á Selfossi á næsta ári. Það sem hefur verið flókið í þessu hjá okkur er að Ísland er eitt fárra skilakerfa sem tekur við beygluðum umbúðum. Okkar afstaða hefur alltaf verið sú að allar umbúðir eru mikilvægar hvort sem þær eru ljótar eða fallegar. Við viljum allar umbúðir til okkar, en það er ekki til nein talningavél í heiminum sem tekur við beygluðum umbúðum,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar.

Hann bendir á að sífellt sé stefnt að aukinni sjálfvirknivæðingu, en að slíkt sé tæknilega flókið og ekki síst kostnaðarsamt.
Í kringum árið 2008 var farið að vélvæða reksturinn og teknar í notkun mjög hraðvirkar talningavélar, að sögn Helga.

„Þær eru komnar núna á höfuðborgarsvæðið allt saman og Akureyri, Keflavík og á næsta ári á Selfoss.“

Framkvæmdastjórinn segir að erfitt yrði að ná markmiðum um að taka við öllum drykkjarumbúðum ef ætti að innleiða svipað sjálfvirkt móttökukerfi og er í verslunum annars staðar á Norðurlöndunum, enda geta slík kerfi ekki tekið við beygluðum umbúðum eða sem eru ekki með strikamerki.

„Þá lenda þær fyrir utan kerfið. Við höfum tekið við öllum umbúðum og munum gera það áfram, en það þarf sérstakan farveg fyrir beyglaðar umbúðir.“

Endurvinnslan vill ná í skottið á öllum endurvinnanlegum umbúðum, bæði …
Endurvinnslan vill ná í skottið á öllum endurvinnanlegum umbúðum, bæði krumpuðum og heilum. Eggert Jóhannesson

7 milljónir trjáa

Endurvinnslan hefur það að markmiði að allar drykkjarumbúðir verði endurunnar og að endurunnar drykkjarumbúðir verði notaðar til þess að búa til nýjar drykkjarumbúðir. Þannig verði hringrásarhugsunin meginmarkmið fyrirtækisins. Kolefnisávinningur þess að endurvinna drykkjarumbúðir er mjög mikill og einungis þarf að endurvinna um það bil 25 drykkjarumbúðir til að samsvara kolefnisbindingu á einu tré, að sögn Helga. Árlega sér Endurvinnslan um að koma drykkjarumbúðum í endurnýtingu sem samsvarar kolefnisbindingu 7 milljónum trjáa.

„Hver flaska skiptir því miklu máli.“

Á hverju ári selur Endurvinnslan úr landi um 7.850 tonn af áli á ári og 1.700 tonn af plasti. Glerið notar Sorpa bs. til landfyllingar og við undirbyggingu vega.

„Allt ál og plast sem við tökum við er endurunnið. Áldós sem fer frá okkur er orðin að nýrri áldós eftir sextíu daga og plastið sem við sendum út er í síauknum mælum notað í nýja plastflösku,“ útskýrir Helgi og bendir á að jafnvel plastpokar sem berast séu endurunnir.

„Það eina sem kemur til okkar og við getum ekki endurunnið eru maíspokar.“ Hann bendir á að stórir framleiðsluaðilar eins og Coca-Cola og Pepsi séu að vinna sínar umbúðir alltaf meira úr endurunnu plasti. Að öðru leyti þá er plast endurunnið í fatnað og í plastbakka undir grænmeti og fleira.

Endurvinnslan hefur lagt kapp á að kolefnisjafna, ekki einungis með endurvinnslu drykkjarumbúða heldur við eigin rekstur. Verið er að skipta út bílum í rafmagnsbíla, fylgjast með orkunotkun og nýtingu á flutningsrými. Þá hafa starfsmenn Endurvinnslunnar gróðursett átta þúsund tré í Þorlákshafnarskógi í ár og hafa skuldbundið sig til að gróðursetja þar þrjátíu þúsund tré. Áður var búið að gróðursetja um átta þúsund tré í Hekluskógi. Kolefnisjöfnunin af þessu er langt umfram kolefnisspor af daglegum rekstri fyrirtækisins.

Reksturinn enn á grundvelli umhverfisverndar

Endurvinnslan hf. var stofnuð árið 1989. Ástæða stofnunar félagsins var náttúru- og umhverfisvernd þó vonir stæðu til að hægt yrði að endurvinna umbúðirnar sem smám saman varð að veruleika. Helgi segir margt í rekstri félagsins hafi breyst frá stofnun en að megináherslan sé enn umhverfismál „og að sjálfsögðu líka að þjónusta viðskiptavininn“, bætir hann við.

Sjálfvirknivæðing hefur skipt sköpum í starfsemi Endurvinnslunnar.
Sjálfvirknivæðing hefur skipt sköpum í starfsemi Endurvinnslunnar. Eggert Jóhannesson

Upphaflega var miðað við samstarf við verslanir til þess að anna móttöku umbúðanna og var komið upp aðstöðu með svipuðum hætti og annars staðar á Norðurlöndunum, meðal annars hjá Krónunni, Hagkaupum, Nóatúni og Miklagarði.

„Árið 1995 hentu búðirnar þessu út, vildu ekki vera með í þessu og töldu vera mikinn sóðaskap í kringum þetta. Þá var samið við Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og móttaka sett í skúra á öllum móttökustöðum fyrirtækisins. Síðasti kofinn er í Jafnaseli og honum verður skipt út í nóvemberlok. Þannig að síðustu leifarnar af því kerfi sem var frá 1995 er að hverfa. Á Landsbyggðinni voru verslanir ekki með frá upphafi og samið við umboðsaðila eins og björgunarsveitir, einstaklinga, íþróttafélög og skóla. Hefur það haldist áfram.“

Reksturinn er ekki hagnaðardrifinn, að sögn framkvæmdastjórans. „Við höfum haft þetta þannig að reksturinn skili lágmarkshagnaði, en samt þannig að það sé nægt fé til þess að hægt sé að byggja upp starfsemina enda er vélvæðing dýr.“ Hann segir fyrirtækið sjálft ekki vera með umfangsmikinn rekstur á sínum vegum þar sem allur akstur er boðinn út og móttaka efnis er í samstarfi við ýmsa aðila. Hins vegar eru þrjár starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem öllu efni er pakkað til þess að lágmarka flutninga.

„Þetta er sett í pressur, þaðan í gám og beint í útflutning. Það er ekki verið að flytja milli staða.“

Ferðamenn eru áskorun

Rekstur fyrirtækisins er háður því að fólk skili umbúðum til endurvinnslu. Spurður hvort Íslendingar séu almennt duglegir að skila drykkjarumbúðum, segir Helgi svo vera.

„Íslendingar eru góðir í að skila, en mega auðvitað verða betri. Það sem hefur gerst – og gerist þegar er uppsveifla í efnahagslífi – að þá verður hvatinn minni til þess að skila. Þetta skilakerfi okkar er hvatakerfi. Eftir ferðamannasprengjuna sem varð upp úr 2014 höfum við átt í vandræðum með að ná til ferðamanna og útskýra fyrir þeim hvernig þetta kerfi virkar,“ útskýrir hann og bendir á að sett hefur verið í gang sérstakt verkefni til þess að ná til ferðamanna.

„Til að ná til ferðamanna og drykkjarumbúða þeirra var farið af stað með skátum og björgunarsveitum í að setja upp staðlaða vel merkta gáma sem taka við drykkjarumbúðum. Er búið að setja upp 15 slíka gáma og fer ávinningur allur til uppbyggingar starfs þeirra.“

Hann segir ferðamenn hafa tekið þessu mjög vel, en helsta vandmálið er að erfiðlega hefur gengið að fá rekstraraðila á fjölförnum ferðamannastöðum eins og Gullfoss og Geysi til að samþykkja að slíkir gámar verði settir þar upp.

„Vonandi breytist það, enda teljum við mikilvægt að miða við staðlaða lausn við þessa söfnun alls staðar á landinu,“ segir Helgi. 

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar