ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

1 Eyrir Invest hf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 1
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Fjármála- og vátryggingastarfsemi
Starfsemi Starfsemi eignarhaldsfélaga
Framkvæmdastjóri Margrét Jónsdóttir
Fyrri ár á listanum 2019
Framúrskarandi 2020

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 124.222.919
Skuldir 31.670.395
Eigið fé 92.552.524
Eiginfjárhlutfall 74,5%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 11
Endanlegir eigendur 15
Eignarhlutur í öðrum félögum 11
Endanleg eign í öðrum félögum 32

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Starfsemi eignarhaldsfélaga

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Áhrifafjárfestir í orði og á borði

Margrét Jónsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Eyri Invest. Stærsta eign …
Margrét Jónsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Eyri Invest. Stærsta eign félagsins er Marel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem leggur áherslu á fjárfestingu í fyrirtækjum sem eiga möguleika á að geta vaxið og orðið leiðandi á alþjóðasviði í sinni starfsemi.

Undir eignasafni Eyris eru fjórar meginfjárfestingastoðir: Marel, sem er stærsta einstaka eignin í safninu, og Eyrir Venture Management sem er rekstraraðili fyrir sprotafjárfestingar; Eyrir sprotar og Eyrir Ventures. Eyrir Venture Management hefur sérstaka stjórn og framkvæmdastjóra.

Um fjárfestingu í sprotafyrirtækjum segir Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, að sérstaklega sé horft til þess að í sprotanum felist einhvers konar nýnæmi. Það geti verið af ólíkum toga, s.s. ný tegund framleiðslu eða tækni, eða feli í sér breytingu sem er einstök á sinn hátt.

Að vera áhrifafjárfestir

Í fjárfestingarstefnu sinni leggur Eyrir áherslu á að koma að sérhverri fjárfestingu til að geta haft áhrif á stjórnun og stefnumótun. Margrét segir að aðkoma Eyris geti verið með ýmsum hætti, allt eftir eðli og umfangi hvers verkefnis, en markmiðið sé ætíð að hafa bein áhrif. Fyrir utan beina þörf fyrir fjármagn hafa ung fyrirtæki þörf á ýmiss konar leiðsögn t.d. í markaðsmálum og sölu og því kafi Eyrir djúpt í viðkomandi rekstur og leggi fram þekkingu og aðstoð sem þörf er hverju sinni. „Þetta er að vera áhrifafjárfestir,“ segir Margrét til að leggja áherslu á fyrir hvað Eyrir stendur.

Vegurinn til sjáfbærni

„Fyrirtæki sem við fjárfestum í eru á mjög mismunandi stað í lífshlaupi sínu,“ segir Margrét þegar spurt er um hvort sérstaklega sé litið til fyrirtækja sem eru komin á ákveðinn vendipunkt í sínum rekstri.

Hún útskýrir að það fari allt eftir eðli þess sem unnið er að og hver markmiðin eru. Það geti verið bæði sprotar og fyrirtæki sem eru lengra komin og „ekkert er útilokað“.

Eyrir fylgir ákveðinni fjárfestingarstefnu í öllum sínum fjárfestingum.

Í stað þess að einblína á lífskúrfuna, sé meira horft til þess hvaða nýjung eða tækni fyrirtækið vinnur að og hvernig það fellur að fjárfestingastefnu Eyris.

„Það þarf að horfa breitt á þetta,“ segir Margrét og tekur Marel sem dæmi um fyrirtæki sem starfi á markaði sem geti enn tekið breytingum og kallað á aukna spurn eftir þeirri tækni sem þar er unnið að t.d. vegna breyttra lífshátta í víðu samfélagslegu samhengi.

Líftími fjárfestinga

Það tekur fyrirtæki mjög mismunandi langan tíma að vera sjálfbær segir Margrét um hversu langt fram í tímann Eyrir horfi í eignasafni sínu. „Það er enginn sem segir að eftir 5-10 ár sé fyrirtæki komið á fætur,“ bætir hún við og því sé enginn fyrirframákveðinn tímarammi um það hvenær einstaka fyrirtæki eru seld úr safninu. Á meðan Eyrir telur að hægt sé að skapa frekari verðmæti er því haldið í safni, en ef hag þeirra er betur borgið annars staðar þá sé það skoðað eftir atvikum segir Margrét.

Kreppan snertir alla

Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika, þá eru mörg tækifæri þegar frá líður segir Margrét um núverandi ástand vegna heimsfaraldursins.

Hún segir að áhrifanna gæti víða, bæði í ólíkum geirum og á mörgum snertiflötum innan einstakra virðiskeðja og þótt enn sé margt óljóst gæti verið mikill munur eftir því til hvaða geira sé litið. Ekki sé ólíklegt að ástandið muni ýta undir sjálfvirkni, sem gæti komið sér vel fyrir rekstur Marels og fleiri félaga í eignasafninu.

sighvaturb@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar