Stærðarflokkur | Meðalstórt |
Röð innan flokks | 158 |
Landshluti | Höfuðborgarsvæði |
Atvinnugrein | Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð |
Starfsemi | Önnur uppsetning í mannvirki |
Framkvæmdastjóri | Eyjólfur Ingimarsson |
Fyrri ár á listanum | 2010–2019 |
Eignir | 281.756 |
Skuldir | 155.493 |
Eigið fé | 126.263 |
Eiginfjárhlutfall | 44,8% |
Þekktir hluthafar | 5 |
Endanlegir eigendur | 4 |
Eignarhlutur í öðrum félögum | 1 |
Endanleg eign í öðrum félögum | 1 |
„Við byrjuðum algjörlega skuldlausir, gátum leigt húsnæði, keypt skrifborð og allt sem þurfti. Þannig að við höfum ekkert verið að taka lán,“ segir Eyjólfur Ingimarsson, framkvæmdastjóri hjá Héðni Schindler-lyftum, um reksturinn. 25 milljónir hafi verið í hlutafé við stofnun árið 1989 sem var heilmikil upphæð í þá daga. Þessi hugsunarháttur hafi verið lykillinn að framúrskarandi rekstri fyrirtækisins í gegnum tíðina.
Reksturinn byggist alfarið á sölu og þjónustu á Schindler-lyftum og fyrirtækið er að meirihluta í svissneskri eigu en þaðan koma allar áherslur í rekstrinum, hvort sem um er að ræða markaðsmál eða ráðstöfun fjármuna. Starfsmenn eru nú 27 talsins en Eyjólfur á jafnvel von á að þeim muni fjölga á næstunni enda sé töluvert líf í byggingariðnaði.
Í samstarfi við Creditinfo sýnir mbl.is nú heimsóknir í nokkur Framúrskarandi fyrirtæki og nú þegar hafa heimsóknir í Kælitækni, Friðheima, Stoð, Garðheima, Vörð og Völku verið birtar.