ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

620 TG raf ehf.

Stærðarflokkur Lítið
Röð innan flokks 90
Landshluti Suðurnes
Atvinnugrein Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Starfsemi Raflagnir
Framkvæmdastjóri Áslaug Rós Guðmundsdóttir
Fyrri ár á listanum Engin
Framúrskarandi 2020

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 190.856
Skuldir 104.072
Eigið fé 86.784
Eiginfjárhlutfall 45,5%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 3
Endanlegir eigendur 3
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Raflagnir

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Vel hlúð að menntun starfsmanna

Áslaug Rós Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri TG Raf.
Áslaug Rós Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri TG Raf. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Í Grindavík er fyrirtækið TG raf sem byggir á gömlum merg og á rætur sínar að rekja allt til ársins 1940. Sem löggiltur rafverktaki veitir það þjónustu í sinni heimabyggð og hefur vaxið og dafnað samhliða blómlegri sjósókn sem þaðan er stunduð.

Framkvæmdarstjórinn er Áslaug Rós Guðmundsdóttir, sem segir að fyrirtækið hafi skapað sér sérhæfingu og sérstöðu sem byggir á faglegu samstarfi og trausti við sína viðskiptavini. Í dag sé starfsemin af tvennum toga: mannvirkjasvið, þar sem veitt er almenn rafþjónusta til fyrirtækja og nýbygginga; og svo skipa- og iðnaðarsvið, sem starfar mest með útgerðum, fiskvinnslum og verksmiðjum.

Aðspurð hvar fyrirtækið staðsetji sig á markaði segir Áslaug það vera mitt á milli þess að vera hefðbundinn rafverktaki og sérhæft tæknifyrirtæki. Verandi með öflugt starfsfólk úr „hvoru liðinu“ þá geti fyrirtækið komið víða við í virðiskeðjunni s.s. við hönnun, forritun, stýringar, uppsetingar og framleiðslu lausna: auk þess sem það sinni viðhaldi til lengri tíma. Því sé hægt að segja að TG raf sé fyrirtæki sem bjóði upp á heildarlausnir á sínu sviði.

Mikil sérþekking hefur byggst upp innan TG Raf og hafa …
Mikil sérþekking hefur byggst upp innan TG Raf og hafa starfsmenn þess komið að mörgum þróunarverkefnum í samstarfi við viðskiptavini þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Taka vel á móti ungum nemum

Hjá fyrirtækinu starfa 30 starfsmenn. Tíu prósent eru tæknifræðingar, önnur tíu eru vélfræðingar og aðrir eru almennir rafvirkjar með mismunandi sérhæfingu. Margir bera langa reynslu undir belti og hafa starfað í sínu fagi í 25-30 ár.

Spurð um áherslu í starfsmannamálum segir Áslaug að þar á bæ snúist allt um heildina og allir hafi sína rödd sem „megi og eigi að brúka“, enda sé það ein meginforsendan fyrir því að fyrirtækið nái árangri.

Hún segir einnig að mikið sé lagt upp úr góðri þekkingu og menntun og það sér skýr stefna að halda því á lofti eins og best verður á kostið. Tekið er sérstaklega á móti ungum nemum sem ráða sig til fyrirtækisins; þeir fá aðstoð við skólagjöld, fá bíl að láni og á skrifstofu félagsins er lítið heimatilbúið bókasafn. Þannig lýsir Áslaug að haldið sé um unga fólkið sem myndi grunninn að framtíðinni. Hún bendir einnig á að rafmagn komi alls staðar við sögu og fagið sé mjög breitt í eðli sínu. „Það skipti máli að finna styrkleika hjá hverjum og einum og áhugasvið, sem megi styrkja enn frekar til þess að öllum líði vel í sínu hlutverki og fái verkefni við sitt hæfi,“ segir Áslaug.

Spurð að því hvort það skili sér í aukinni tryggð þ.e. hvort ungt fólk sem vinnur á námsmannasamningi sé líklegra til að staldra við til lengri tíma, segir hún að það geti skilað sér á tvennan hátt. Annaðhvort með því að fólk staldri við til lengri tíma, sem séu auðvitað væntingar til, eða leiti á ný mið. Hið síðarnefnda sé alltaf óumflýjanlegt en þá segir Áslaug að markmiðið sé að halda áfram góðu sambandi, enda séu allar líkur á því að leiðir beggja krossist aftur í sameiginlegum verkefnum.

Vöruþróun fyrir skip og báta

Eldmóður og framsækni eru hluti af gildum TG raf sem Áslaug segir mjög mikilvæg í starfsumhverfi sem einkennist af hraðri tækniþróun og örum breytingum. Fyrirtækið hefur tekið þátt í vöruþróun þar sem saman er teflt meginþekkingu þess í raf-, vél- og hugbúnaði. Sem dæmi nefnir hún þróun á sjálfvirku útleiðsluvöktunarkerfi fyrir skip og báta, sem auðveldar vinnu vélstjóra og eykur skilvirkni í viðhaldi. Einnig hefur fyrirtækið hannað svokallað „vaktfrítt vélarrúm“ sem er vottað af Samgöngustofu. Kerfið gefur þann möguleika að skipstjóri annist vöktun á vélarrúmi meðan vélstjóri hvílist í stað þess að þurfa sérstakan vélarvörð á vakt. Þannig skapist betri vöktun og stöðugildi sparist.

Áslaug segir þessi dæmi um lausnir sem þróaðar eru með útgerð og hafa það að marki að auka skilvirkni og bæta rekstraröryggi og sé hægt að ná fram með aukinni sjálfvirkni kerfa.

Hjá TG Raf starfar fjölbreyttur hópur fólks með margskonar bakgrunn. …
Hjá TG Raf starfar fjölbreyttur hópur fólks með margskonar bakgrunn. Starfsmenn eru um 30 talsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Áskoranir í núverandi ástandi

„Við höfum náð að vinna í kringum þetta“ segir Áslaug, spurð um áhrif faraldursins, þó að það geti reynst krefjandi að laga starfsemina að sóttvörnum hverju sinni. Hún segir að fyrri bylgjunni hafi fylgt meiri óvissa, þar sem mörg fyrirtæki hafi dregið saman seglin, en úr hafi ræst eftir því sem atvinnulífið hafi lært að lifa með ástandinu. Nú segir hún verkefnastöðuna góða og mörg verkefni sé hægt að vinna fram í tímann á verkstæði fyrirtækisins, sem lágmarki þær flækjur sem fylgja því að vinna á útstöð í miðjum faraldri.

Horft fram í tímann

Áhersla dagsins í dag eru í heildarlausnum og einstaka vörum sem tryggja rekstraröryggi viðskiptavina og segir Áslaug að til staðar sé mjög breiður hópur til staðar fyrir stór verkefni. Augljóst er að taug hennar til Grindavíkur er sterk en spurð um útvíkkukn starfseminar segir hún að fyrirtækið hafi þegar starfað með öðrum fyrirtækjum í t.d. stýringarvinnu fyrir rækjuvinnslu erlendis. Einnig hafi á síðustu misserum verið horft meira til höfuðborgarsvæðisins, sem hún segist vilja kanna betur í þeirri viðleini að víkka út starfsemina í smáum skrefum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar