Stærðarflokkur | Meðalstórt |
Röð innan flokks | 300 |
Landshluti | Suðurland |
Atvinnugrein | Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar |
Starfsemi | Ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði |
Framkvæmdastjóri | Knútur Rafn Ármann |
Fyrri ár á listanum | Engin |
Eignir | 266.712 |
Skuldir | 154.910 |
Eigið fé | 111.802 |
Eiginfjárhlutfall | 41,9% |
Þekktir hluthafar | 1 |
Endanlegir eigendur | 2 |
Eignarhlutur í öðrum félögum | 0 |
Endanleg eign í öðrum félögum | 0 |
Það sem upphaflega átti að vera aukabúgrein hjá hjónunum Knúti Rafni Ármann og Helenu Hermundardóttur í Friðheimum í Reykholti hefur vaxið mikið á tólf árum. Í fyrra var rekstur veitingahússins í gróðurhúsinu þrefalt stærri innan fyrirtækisins en tómataræktunin.
Friðheimar eru eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo og í myndskeiðinu er rætt stuttlega við Knút um reksturinn og hvað það er sem gerir Friðheima framúrskarandi.
Líkt og í fyrra eru mbl.is og Creditinfo í samstarfi um að heimsækja nokkur þeirra fyrirtækja sem skara fram úr í íslensku viðskiptalífi. Fleiri heimsóknir munu birtast hér á mbl.is á næstunni en nú þegar hafa heimsóknir í Stoð, Garðheima, Vörð og Völku verið birtar.