97 Nathan og Olsen hf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 97
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum
Starfsemi Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak
Framkvæmdastjóri Lísa Björk Óskarsdóttir
Fyrri ár á listanum 2010–2013
Framúrskarandi 2021

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 1.288.189
Skuldir 803.310
Eigið fé 484.879
Eiginfjárhlutfall 37,6%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 2
Endanlegir eigendur 4
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Blönduð heildverslun með matvæli, drykkjarvöru og tóbak

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Horfa á ný fram á veginn

Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan og Olsen hefur komið víða …
Lísa Björk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan og Olsen hefur komið víða við á sviði verslunar og þjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var í árs­byrj­un 1912 sem tveir dansk­ir at­hafna­menn, Fritz Nath­an og Carl Ol­sen, stofnuðu heild­söl­una Nath­an & Ol­sen, eitt rót­grón­asta versl­un­ar­fyr­ir­tæki lands­ins.
Nath­an & Ol­sen er nú dótt­ur­fyr­ir­tæki rekstr­ar­fé­lags­ins 1912 ehf. og eru höfuðstöðvarn­ar í Kletta­görðum 19.


Ásamt því að flytja inn nauðsynja­vör­ur flutti fyr­ir­tækið út fisk og land­búnaðar­af­urðir. Það starf­rækti úti­bú víða um land, að því er seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins, og átti um tíma flutn­inga­skip í sigl­ing­um milli hafna inn­an­lands og er­lend­is. Voru milli­landaviðskipt­in fyrst og fremst við Banda­rík­in og Dan­mörku.


Lísa Björk Óskars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Nath­an & Ol­sen, seg­ir fyr­ir­tækið hafa frá upp­hafi stundað inn­flutn­ing og sölu á mat­vör­um og dag­vör­um.


„Nú sér­hæf­ir Nath­an & Ol­sen sig í inn­flutn­ingi, sölu og markaðssetn­ingu á vör­um á mat­vöru- og snyrti­vörumarkaði. Þannig er aðal­starf­semi okk­ar að bjóða upp á gæðavör­ur fyr­ir dag­vörumarkað ásamt því að bjóða upp á nýj­ar vör­ur og fylgja straum­um hvers tíma. Í far­aldr­in­um sner­ist allt um að birgja sig upp og eiga varn­ing. Nú horf­um við fram á veg­inn og get­um aft­ur sett orku í að bjóða upp á eitt­hvað nýtt og spenn­andi,“ seg­ir Lísa Björk.


Með langa reynslu af versl­un­ar­störf­um


Lísa Björk varð fram­kvæmda­stjóri árið 2019. Hún er rekstr­ar­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Bif­röst og með langa reynslu af versl­un. Hún var fram­kvæmda­stjóri Provisi­on, deild­ar­stjóri hjá heild­sölu í mat­vöru­geir­an­um í ára­tug, starfaði sem fjár­mála­stjóri og síðar markaðsstjóri hjá IKEA í sex ár og starfaði jafn­framt í tækni­geir­an­um og banka.


En hvað skyldi gera Nath­an & Ol­sen að framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki?


„Það eru auðvitað marg­ir sam­verk­andi þætt­ir eins og heil­brigður rekst­ur, skýr mark­mið, fram­sækni og al­menn skyn­semi. Lyk­ilþátt­ur er auðvitað okk­ar frá­bæra starfs­fólk, sem vinn­ur eft­ir skýr­um ferl­um og ástríðan og metnaður­inn í því sem við ger­um sam­an sem heild.“


Hef­ur metnað til að gera vel

Hvernig mynd­irðu lýsa vinnustaðamenn­ing­unni?


„Hún ein­kenn­ist af liðsheild, krafti og fram­sækni. Hér er sam­an­safn af öfl­ugu fólki sem hef­ur metnað og ástríðu til að gera vel. Þau eru sann­ir Íslend­ing­ar; það er ekki hætt fyrr en mark­miðunum hef­ur verið náð. Hér eru marg­ir snjall­ir sér­fræðing­ar sem eru sjálf­stæðir í sín­um störf­um en vinna samt all­ir vel sam­an og all­ir eru til­bún­ir að hjálpa hver öðrum.“
All­ir þurfa að leggj­ast á eitt


Hvernig held­urðu uppi góðum starfs­anda?


„Stjórn­end­ur þurfa að tryggja góða um­gjörð en þetta er teym­is­vinna. All­ir í hópn­um þurfa að leggj­ast á eitt í að viðhalda góðum starfs­anda og hafa gam­an sam­an. Við erum með mannauðsstjóra og erum hluti af sam­stæðu með mörgu öðru starfs­fólki. Við reyn­um að hlúa vel að fólk­inu og hitt­ast reglu­lega sem var erfitt í far­aldr­in­um. Við gerðum það sem við gát­um þrátt fyr­ir tak­mark­an­ir. Við erum líka með reglu­leg­ar mannauðsmæl­ing­ar sem eyk­ur virkni starfs­manna og hjálp­ar okk­ur að bregðast við. Við erum þétt og sam­stæð heild og störf­um í opnu um­hverfi. Við hitt­umst á form­leg­um og óform­leg­um fund­um og spjöll­um og náum vel sam­an.“


Hver er stefna ykk­ar í jafn­rétt­is­mál­um?


„Lögð er áhersla á að gæta jafn­rétt­is í hví­vetna og unnið er eft­ir mannauðsstefnu, jafn­launa­stefnu og per­sónu­vernd­ar­stefnu, svo dæmi séu tek­in. Við erum einnig jafn­launa­vottuð og stefn­an er að sjálf­sögðu að viðhalda því og passa upp á að all­ir hafi sömu tæki­færi og að það sé eng­in mis­mun­un.“


All­ir hafa jafn­an rétt

Hvernig er því fram­fylgt?


„Við erum með mannauðsstjóra sem tek­ur út all­ar vísi­töl­urn­ar í þeim efn­um. Hér hafa all­ir jafn­an rétt til að sækja um ný störf. Við pöss­um upp á laun­in og reyn­um að hafa kynja­hlut­föll­in sem jöfn­ust meðal yf­ir­manna, mill­i­stjórn­enda og inn­an hvers sviðs, eins og kost­ur er. Við erum reynd­ar með snyrti­vöru­svið þar sem af­ger­andi meiri­hluti starfs­fólks­ins er kon­ur en því er tekið fagn­andi þegar karl­maður sæk­ir um starf þar,“ seg­ir Lísa Björk.

Það er handagangur í öskjunni hjá Nathan og Olsen sem …
Það er handa­gang­ur í öskj­unni hjá Nath­an og Ol­sen sem er eitt um­svifa­mesta heild­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar