294 Distica hf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 198
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum
Starfsemi Heildverslun með lyf og lækningavörur
Framkvæmdastjóri Júlía Rós Atladóttir
Fyrri ár á listanum 2013–2020
Framúrskarandi 2021

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 3.894.794
Skuldir 2.851.578
Eigið fé 1.043.216
Eiginfjárhlutfall 26,8%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 2
Endanlegir eigendur 8
Eignarhlutur í öðrum félögum 1
Endanleg eign í öðrum félögum 1

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Heildverslun með heimilisbúnað

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu

Júlía Rós Atladóttir er framkvæmdastjóri Distica.
Júlía Rós Atladóttir er framkvæmdastjóri Distica. mbl.is/Árni Sæberg

Júlía Rós Atla­dótt­ir hafði starfað hjá fyr­ir­tæk­inu Distica í ára­tug þegar hún var ráðin fram­kvæmda­stjóri þess. Þegar hún gekk frá samn­ingi þar um grunaði hana ekki hvers kon­ar verk­efni biði henn­ar og sam­starfs­fólks­ins. Skömmu eft­ir að hún tók við starf­inu skall kór­ónu­veir­an á land­inu af full­um þunga og þar hlaut að koma til kasta Distica sem er leiðandi á sviði lyfja og lækn­inga­tækja hér á landi.


Júlía Rós viður­kenn­ir að það hafi verið und­ar­legt að taka við fyr­ir­tæk­inu á þess­um tíma, þegar flest­ir unnu heim­an frá sér og fyr­ir­tæk­in um landið þvert og endi­langt tóku breyt­ing­um vegna for­dæma­lausra aðstæðna.


Hún seg­ir að Distica hafi hins veg­ar staðið á traust­um grunni.
„Við rekj­um sögu okk­ar allt aft­ur til árs­ins 1956 þannig að þetta er orðið vel þroskuð starf­semi. Hér er reynt starfs­fólk og sterk­ir og góðir ferl­ar til staðar. Við erum að mestu í lyfj­um og lækn­inga­tækj­um þannig að starf­sem­in bygg­ist mikið á gæðakröf­um og ferl­um sem fylgja vör­um af þessu tagi. Það er mjög mik­il­vægt að þær séu meðhöndlaðar á rétt­an hátt, ekki síst með til­liti til hita­stigs þar sem rangt hita­stig get­ur haft nei­kvæð áhrif á virkni lyfja. Það er því verk­efni sem við erum að fást við frá degi til dags.“

Tekið á móti fyrsta bóluefninu í húsnæði Distica.
Tekið á móti fyrsta bólu­efn­inu í hús­næði Distica. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son


Sérþjálfað fólk á sviði heil­brigðis­vís­inda

Hjá Distica starfa um 90 manns, starfs­fólkið er sérþjálfað og að hluta til menntað fólk á sviði heil­brigðis­vís­inda.


„Við erum þjón­ustu­fyr­ir­tæki og höf­um skil­greint okk­ur á þeim for­send­um. Við höf­um verið á þjón­ustu­veg­ferð þar sem viðskipta­vin­ur­inn hef­ur verið í fram­sæt­inu síðasta árið. En við störf­um við vöru­stýr­ingu og sjá­um um að flytja inn lyf og lækn­inga­tæki frá er­lend­um birgj­um fyr­ir okk­ar syst­ur­fyr­ir­tæki inn­an Ver­itas-sam­stæðunn­ar og aðra ut­anaðkom­andi aðila, þannig að þetta snýst um inn­flutn­ing og hýs­ingu vara í vöru­hús­um okk­ar, mót­töku pant­ana og senda svo viðskipta­vin­um okk­ar, apó­tek­um og sjúkra­hús­um, vör­ur sem við af­greiðum. Starfs­fólkið okk­ar sinn­ir inn­kaup­um, birgðastýr­ingu, sam­skipt­um við viðskipta­vini okk­ar, til­tekt pant­ana og dreif­ingu, starfs­menn gæðadeild­ar vinna síðan þvert á alla starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og verk­efni þeirra er að tryggja gæði lyfj­anna sem við hýs­um og dreif­um.“


Þessi hóp­ur fékk í fangið risa­vaxið verk­efni þegar Distica var falið að dreifa öllu bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni hér á landi.


„Þetta hef­ur í raun verið æv­in­týra­legt. Það er að verða komið ár síðan fyrsti bólu­efna­skammt­ur­inn kom til lands­ins. Við erum afar stolt af því að hafa verið val­in til að sjá um inn­flutn­ing, hýs­ingu og dreif­ingu á öll­um Covid-bólu­efn­un­um sem eru notuð hér á landi.“


Mun flókn­ara en talið var í fyrstu

Bend­ir Júlía Rós á að verk­efnið hafi tekið mikl­um breyt­ing­um frá því sem upp­haf­lega var lagt upp með.


„Við höf­um þurft að bregðast hratt við. Í fyrstu héld­um við að allt bólu­efnið kæmi í einni send­ingu og jafn­vel bara ein teg­und en svo flækt­ist þetta og flækt­ist og að lok­um reynd­ust þetta fjög­ur bólu­efni sem komu í litl­um skömmt­um. Það hafa komið send­ing­ar í hverri ein­ustu viku frá því að inn­flutn­ing­ur­inn hófst. Þetta var mjög flókið, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða fjóra ólíka lyfja­fram­leiðend­ur með sér­stak­ar kröf­ur. Svo þurfti nýtt ferli fyr­ir nýtt bólu­efni því hvert og eitt þeirra þarf að geyma við ákveðið hita­stig. Það er eins og alltaf í þess­um geira að við get­um ekk­ert fyrr en gæðadeild­in okk­ar er búin að setja upp ferl­ana og gilda þá og gilda flutn­ings­um­búðir þannig að tryggt sé að þær haldi réttu hita­stigi.“


Seg­ir hún að þetta tíma­bil hafi reynst mjög lær­dóms­ríkt og hlut­irn­ir gengið í raun ótrú­lega upp.


„Við erum líka stolt af sam­vinn­unni við yf­ir­völd. Eft­ir Covid-verk­efni þetta þá er sam­vinna einka­fyr­ir­tækja og rík­is­ins í lyfja­mál­um orðin sterk­ari. Þetta reynd­ist mikið átaks­verk­efni.“
Distica var valið til þess að ann­ast þetta mik­il­væga verk­efni í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Skýrist það einkum af því að þrír fram­leiðend­anna voru þá þegar í þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins, þ.e. Astra Zeneca, Pfizer og Jans­sen, og þá var ákveðið að það myndi einnig sjá um dreif­ing­una og um­sjón­ina með Moderna. Seg­ir Júlía Rós að sú ákvörðun hafi verið mik­il­væg. Ekki hefði verið heppi­legt ef fleiri en eitt fyr­ir­tæki hefði þurft að stýra þess­ari vinnu.


Í árs­reikn­ingi Distica fyr­ir árið 2020 má sjá að velt­an jókst um nærri fjóra millj­arða á ár­inu og nam ríf­lega 24 millj­örðum króna. Júlía Rós seg­ir að þessi mikla aukn­ing teng­ist far­aldr­in­um en þó ekki bólu­efn­un­um sem slík­um.


„Við flytj­um inn mikið magn hjúkr­un­ar­vara sem notaðar hafa verið í bar­átt­unni í far­aldr­in­um. Það teng­ist ekki bólu­efn­un­um sem slík­um held­ur lækn­inga­tækj­um á borð við sýna­tökup­inn­ana og tæki sem notuð eru til að greina Covid-sýni. Þá erum við með hlífðarbúnað ým­is­kon­ar, grím­ur, hanska, spritt og slíkt og það varð gríðarleg aukn­ing á inn­flutn­ingi þess­ara vara á þess­um tím­um, en einnig hef­ur sam­stæðan verið að fjölþætta í sín­um rekstri, t.d. að fara út í aukna sölu annarra vara en lyfja og hef­ur sá hluti einnig auk­ist veru­lega.“


Hún seg­ir áskor­an­ir fylgja því þegar stærsti viðskipta­vin­ur fyr­ir­tæk­is­ins er ríkið en ekki einkaaðilar.


„Þessi geiri er sér­stak­ur að því leyti að lyfja­verð á Íslandi er ákv­arðað af rík­inu. Það er gef­in út lyfja­verðskrá einu sinni í mánuði þannig að ríkið set­ur bæði verðið og er viðskipta­vin­ur­inn. Það ger­ir það að verk­um að þessi markaður er ólík­ur flest­um. En það að vinna í lyfja­geir­an­um er flókið og það eru mjög marg­ir sér­fræðing­ar sem koma að því að meðhöndla vör­urn­ar. Þær eru einnig lífs­nauðsyn­leg­ar. Það rjúka ekki all­ir upp til handa og fóta þótt ein­hverj­ar vör­ur vanti í land­inu á hverj­um tíma en ef það vant­ar lyf þá gegn­ir öðru máli. Sam­vinn­an við yf­ir­völd geng­ur vel og við vinn­um þetta vel sam­an.“
Júlía Rós seg­ir það ekki sjálf­gefið að fyr­ir­tæki eins og Distica sé á lista yfir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki. Það sé afrakst­ur þrot­lausr­ar vinnu.


„Distica bygg­ir rekst­ur sinn á styrk­um stoðum sem teygja sig langt aft­ur. Við leggj­um mikið upp úr því að hafa trausta og rétta ferla. Við vilj­um gera hlut­ina rétt í fyrsta skiptið. Við leit­um allra leiða til að út­rýma sóun og stytta ferla. Það er gert til þess að tryggja gott vöru­verð og sinna viðskipta­vin­un­um sem best. Við erum mik­il­væg­ur hlekk­ur í heil­brigðis­kerfi lands­ins og því tök­um við hlut­verk okk­ar mjög al­var­lega. Við vilj­um vera traust­ur sam­starfsaðili og að viðskipta­vin­ir okk­ar geti stólað á okk­ur. Þess vegna erum við ótrú­lega stolt af því að til­heyra þess­um fá­menna hópi framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja á Íslandi. Það er ekki sjálf­gefið. Starfs­fólk okk­ar hef­ur unnið hörðum hönd­um að því að byggja upp þetta frá­bæra fyr­ir­tæki.“


Og hún seg­ir far­ald­ur­inn hafa fært fyr­ir­tæk­inu lær­dóm sem það muni nýta sér til þess að veita áfram framúrsk­ar­andi þjón­ustu.


„Það er mikið reglu­verk í kring­um lyfja­mál á Íslandi og við höf­um oft verið svifa­sein af þeim sök­um. En ég held að við höf­um séð það í far­aldr­in­um að þegar við leggj­umst öll á eitt get­um við verið mjög snör í snún­ing­um án þess að það komi niður á gæðum. Þannig að ég held að við höf­um lært á þessu og við get­um gert meira þegar á hólm­inn er komið. Þetta birt­ist líka í því að lyfja­fyr­ir­tæk­in lögðust öll á eitt við að þróa þessi bólu­efni mjög hratt. Það var stór­kost­legt af­rek og einnig að sjá hvernig allt small hér heima til að koma þessu í dreif­ingu. Það voru all­ir upp­numd­ir yfir því að mæta í bólu­setn­ing­una hér heima og hvernig þetta var gert, al­gjör­lega fum­laust.“

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar