311 Miðbaugur ehf

Stærðarflokkur Meðalstórt
Röð innan flokks 107
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum
Starfsemi Smásala á gleraugum og sjóntækjum í sérverslunum
Framkvæmdastjóri Hulda Guðný Kjartansdóttir
Fyrri ár á listanum 2018–2020
Framúrskarandi 2021

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 291.332
Skuldir 130.009
Eigið fé 161.323
Eiginfjárhlutfall 55,4%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 1
Endanlegir eigendur 1
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Önnur smásala á nýjum vörum í sérverslunum

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Ferðamennirnir elska merkjavöru

Hulda Guðný Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Optical Studio.
Hulda Guðný Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Optical Studio. Kristinn Magnússon

Hulda Guðný Kjart­ans­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Miðbaugs ehf., rekstr­araðila gler­augna­versl­ana Optical Studio, var ung að árum þegar faðir henn­ar, sjón­tækja­fræðing­ur­inn Kjart­an Bragi Kristjáns­son, stofnaði Gler­augna­versl­un Kefla­vík­ur á Hafn­ar­göt­unni í bæn­um árið 1982. „Pabbi lærði sjón­tækja­fræði hjá Her­bert Pietsch, þýsk­um optiker­meist­ara í Gler­augna­versl­un­inni Optik í Reykja­vík. Hann starfaði svo í eitt ár við fagið í Þýskalandi og lauk seinna sjón­fræðinámi (námi í sjón­mæl­ing­um) frá Há­skól­an­um í Kongs­berg í Nor­egi,“ seg­ir Hulda.

Fyr­ir­tækið rek­ur nú fjór­ar versl­an­ir en þær eru auk versl­un­ar­inn­ar í Kefla­vík í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, Smáralind og á Hafn­ar­torgi í Reykja­vík.

Spurð um nafn fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir Hulda að faðir henn­ar hafi keypt gler­augna­versl­un­ina Optical Studio af banda­ríska hern­um sem hafði rekið gler­augna­versl­un með því nafni á varn­ar­svæðinu. Það nafn hafi í fram­hald­inu þótt hent­ugt til að nota áfram, enda eigi birgjar er­lend­is erfitt með að bera fram ís­lenskt nafn eins og „Gler­augna­versl­un Kefla­vík­ur“ bend­ir Hulda á.

Skraut­fjöður á Hafn­ar­torgi

Versl­un­in á Hafn­ar­torgi er skraut­fjöðrin í hatti Optical Studio að sögn Huldu. „Þar erum við með all­ar flott­ustu vör­urn­ar okk­ar. Sem dæmi, þegar við fáum mjög glæsi­lega vöru í einu ein­taki kom­um við henni fyr­ir á Hafn­ar­torg­inu.“

Hulda mæl­ir með að fólk komi á Hafn­ar­torgið ef það vill láta dekra við sig. „Starfs­fólkið þar hef­ur góðan tíma til að snú­ast í kring­um viðskipta­vini. Þar er aðeins ró­legra en í hinum versl­un­um okk­ar.“

Boðið er upp á frí­ar sjón­mæl­ing­ar í öll­um versl­un­um og hægt er að panta á heimasíðu. „Við leggj­um upp með að bjóða jafn góða þjón­ustu í öll­um versl­un­un­um. Hjá okk­ur starfa ell­efu sjón­tækja­fræðing­ar,“ seg­ir Hulda en alls starfa þrjá­tíu manns hjá fé­lag­inu.

Aðspurð hvort það hafi ekki verið áfall þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn brast á skömmu eft­ir opn­un versl­un­ar­inn­ar á Hafn­ar­torgi árið 2019 ját­ar Hulda því. „Það var samt ótrú­legt hvað rætt­ist úr því. Íslend­ing­ar eru spennt­ir fyr­ir nýj­ung­um og þegar þeir voru bún­ir að átta sig á að það væri ekk­ert vanda­mál að leggja í miðbæn­um, jafn­vel auðveld­ara en við versl­un­ar­miðstöðvarn­ar, þá var eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur.“

Að sögn Huldu er hægt að leggja í bíla­kjall­ara und­ir Hafn­ar­torg­inu og ganga svo nán­ast beint inn í versl­un­ina. Slíkt sé mjög þægi­legt á vet­urna þegar veður er slæmt.

Hlakka til að fá meira líf

„Við hlökk­um til að fá meira líf á torgið og bíðum spennt eft­ir fleiri ferðamönn­um. Við erum vongóð um að flæðið niðri í bæ verði gott, enda er mik­il og spenn­andi upp­bygg­ing þar.“
Spurð hvað það sé helst sem ferðamenn­irn­ir kaupi í versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir Hulda að þeir elski merkja­vöru. „Þeir koma sér­stak­lega til okk­ar að kaupa lúxusvöru frá stóru tísku­hús­un­um eins og Gucci, Saint-Laurent, Cartier og Crome Hearts. Banda­ríkja­menn og Kín­verj­ar eru sér­stak­lega hrifn­ir af Crome Hearts, sem er vel þekkt gæðamerki. Fólk kem­ur lang­ar leiðir til að kaupa þær vör­ur.“

Hulda seg­ir aðspurð að þau hjá Optical Studio leggi sig fram um að halda verði á merkja­vör­unni sam­keppn­is­hæfu við út­lönd. „Verðið er skör lægra ef eitt­hvað er.“
Spurð um ákvörðun henn­ar sjálfr­ar að feta í fót­spor föður síns seg­ir Hulda að áður en hún tók við stjórn­artaum­un­um í fyr­ir­tæk­inu hafi hún starfað sem lögmaður. „Ég vann m.a. í héraðsdómi og við laga­stofn­un Há­skóla Íslands og síðar meir í eig­in rekstri. Árið 2017 fór ég að hugsa um að prófa að gera eitt­hvað tengt viðskipt­um og rekstri. Ég hafði áður komið að rekstri fyr­ir­tæk­is­ins sem ráðgjafi en eitt leiddi af öðru og ég ákvað að minnka við mig í lög­mennsk­unni og auka aðkom­una að Optical Studio. Ég er með lög­manns­rétt­ind­in og tek að mér eitt og eitt mál, en tím­inn er orðinn af skorn­um skammti.“

Optical Studio rekur glæsilega verslun á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.
Optical Studio rek­ur glæsi­lega versl­un á Hafn­ar­torgi í miðbæ Reykja­vík­ur. Krist­inn Magnús­son

Skemmti­legra í fyr­ir­tækja­rekstr­in­um

Spurð hvort sé skemmti­legra, fyr­ir­tækja­rekst­ur­inn eða lög­mennsk­an, seg­ir Hulda að fyr­ir­tækja­rekst­ur­inn hafi vinn­ing­inn. „Mér finnst þetta ótrú­lega skemmti­legt. Þó að lög­mennsk­an sé fjöl­breytt og skemmti­leg þá er fyr­ir­tækja­rekst­ur­inn enn fjöl­breytt­ari. Mér finnst líka gam­an að geta unnið við tísku­brans­ann og fylgst náið með straum­um og stefn­um, farið á sýn­ing­ar og séð hvað er að ger­ast. Það er líka gam­an að sinna markaðssetn­ingu og aug­lýs­ing­um fyr­ir versl­an­irn­ar. Þetta heill­ar mig meira en lög­mennsk­an.“

Hulda seg­ir að lög­fræðin nýt­ist mjög vel í fyr­ir­tækja­rekstri svo sem við samn­inga­gerð og ákv­arðana­tök­ur í rekstr­in­um.

Í far­aldr­in­um fóru öll sam­skipti við birgj­ana yfir á netið. „Teams-fund­irn­ir virkuðu ótrú­lega vel en það kem­ur ekk­ert í staðinn fyr­ir að hitta fólk í eig­in per­sónu. Á dög­un­um fór­um við í fyrsta sinn í tvö ár á sýn­ingu í Par­ís. Það var gam­an að hitta fólkið aft­ur eft­ir tveggja ára hlé og máta og hand­leika vör­una á nýj­an leik. Það skipt­ir gríðarlegu máli því tísku­brans­inn þró­ast svo hratt.“

Eins og aðrar versl­an­ir í Leifs­stöð varð Optical Studio fyr­ir miklu raski þegar far­ald­ur­inn stöðvaði öll ferðalög milli landa. Nú er um­ferð um völl­inn aft­ur að aukast. „Það er allt í mik­illi upp­sveiflu núna. Fólk er aft­ur farið að ferðast til út­landa. Það er líf og fjör að fær­ast í húsið á ný.“

Hagnaður jókst milli ára

Fyr­ir­tækið var rekið með 83 millj­óna króna hagnaði á síðasta ári og jókst hagnaður­inn um rúm­ar 25 millj­ón­ir frá fyrra ári. „Ég er mjög ánægð með niður­stöðu síðasta árs. Við náðum að halda sjó í gegn­um far­ald­ur­inn. Við vor­um passa­söm og héld­um kostnaði í lág­marki. Við erum stöðugt á tán­um og fylgj­umst vel með öll­um töl­um. Það má aldrei sofna á verðinum. Þó að við höf­um lokað í flug­stöðinni þá kom á móti að meira var að gera í hinum versl­un­un­um okk­ar. Versl­un­in færðist heim þegar Íslend­ing­ar komust ekki til út­landa og við nut­um góðs af því. Rekst­ur­inn hef­ur gengið fram­ar von­um í far­aldr­in­um, sem var ekki fyr­ir­séð.“

Optical Studio hef­ur meðal ann­ars nýtt tím­ann til að upp­færa heimasíðuna. Hún er nú að sögn Huldu öfl­ugri og flott­ari en áður. Þangað inn fari all­ar vör­ur og fólk geti skoðað úr­valið og verslað.

Þarf að hemja sig í fjöl­skyldu­boðum

Auk Huldu starfar bróðir henn­ar hjá fé­lag­inu auk annarra fjöl­skyldumeðlima. „Bróðir minn sér um tækni­mál­in. Svo hef­ur ný­stúd­ent­inn dótt­ir mín unnið hér. Hún fór með mér á sýn­ing­una í Par­ís um dag­inn og aðstoðaði við inn­kaup­in. Það er gott að fá unga fólkið inn til að aðstoða við tísk­una. Þá hef­ur bróður­son­ur minn unnið hér og móðir mín starfaði í fé­lag­inu um ára­bil. Maður­inn minn, sem er lögmaður, kem­ur líka að stjórn­un fé­lags­ins og sinn­ir ráðgjöf. Þetta er því sann­kallað fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Maður þarf að hemja sig í fjöl­skyldu­boðunum að tala ekki bara um fyr­ir­tækið, enda er það aðaláhuga­málið,“ seg­ir Hulda að lok­um og bros­ir.

Keðjur þykja flott­ar í dag

Spurð um stefn­ur og strauma í gler­augna­tísk­unni seg­ir Hulda að í dag sé í tísku að vera með keðjur í gler­aug­un­um. „Það þykir flott í dag. Við sjá­um þetta til dæm­is í gler­aug­um frá Gucci. Þá hang­ir keðjan niður á bringu eins og háls­men. Svo er hægt að taka keðjuna af ef maður vill.“

Hulda hvet­ur fólk til að prófa gler­augu af mörg­um stærðum og gerðum. „Fólk á ekki að vera feimið við að vera með alls kon­ar gler­augu. Það fer til dæm­is litlu and­liti vel að vera með stór gler­augu.“

Hún seg­ir að fólk ætti að hafa mörg gler­augu til skipt­anna, enda er and­litið mest áber­andi part­ur lík­am­ans. „Þú átt kannski mörg skópör fyr­ir mis­mun­andi til­efni en aðeins ein gler­augu. Þú ætt­ir að leyfa þér að eiga til dæm­is ein létt og þægi­leg til að nota heima, en önn­ur þegar þú ert að fara út sem eru þá í stíl við aðra skraut­muni eða fatnað.“

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar