72 Malbikstöðin ehf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 72
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Starfsemi Vegagerð
Framkvæmdastjóri Vilhjálmur Þór Matthíasson
Fyrri ár á listanum 2016–2022
Framúrskarandi 2023

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 2.684.913
Skuldir 740.457
Eigið fé 1.944.456
Eiginfjárhlutfall 72,4%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 1
Endanlegir eigendur 1
Eignarhlutur í öðrum félögum 0
Endanleg eign í öðrum félögum 0

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Vegagerð og lagning járnbrauta

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Ávanabindandi að malbika

Hjá Malbikstöðinni starfa 55-75 starfsmenn eftir árstíðum en það er …
Hjá Malbikstöðinni starfa 55-75 starfsmenn eftir árstíðum en það er ekki hægt að vinna við malbikun allt árið. Ljósmynd/aðsend

„Þetta er nokkuð góð tilfinning og við erum afar stolt af þessu,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar um þá staðreynd að fyrirtækið er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki sjöunda árið í röð. „CreditInfo á heiður skilið fyrir að hafa komið þessu á. Að vera á þessum lista er ákveðinn stimpill og maður treystir fyrirtækjunum á listanum. Ég veit hvað er erfitt að ná þessu og þetta er mikils virði.“ Malbikstöðin sérhæfir sig í að framleiða og leggja malbik en einnig sjá þau um allan undirbúning fyrir malbikun, hvort sem það er að fræsa burt gamalt malbik eða vinna jarðveg til að gera klárt fyrir malbikun. Aðspurður hvort það sé ekki lúmskt gaman að vinna við malbik á góðum sólardögum segir Vilhjálmur að það sé það svo sannarlega. „Þetta er ávanabindandi starf og lyktin af malbikinu er mjög ávanabindandi líka. Enda sjúga gamlir malbikarar gjarnan upp í nefið þegar þeir finna lykt af malbiki,“ segir Vilhjálmur og hlær.

Faglegt og hvetjandi umhverfi

Gæði eru gríðarlega mikilvæg í malbikun og Vilhjálmur talar um að gæðamál séu það sem fyrirtækið lifi á því að ef þau eru ekki í lagi þá myndi Malbikstöðin fljótt missa viðskiptavini. „Við leggjum mikla vinnu í gæðamálin og rekum meðal annars okkar eigin rannsóknarstofu þar sem daglegt eftirlit með framleiðslunni er viðhaldið. Það er einnig heilmikið gæðaeftirlit á vettfangi þar sem gerðar eru þjöppumælingar og tekin kjarnasýni til að tryggja eins og best verður á kosið að uppskriftin og útlögnin hafi skilað sér á leiðarenda með fullkomnum hætti,“ segir Vilhjálmur og bætir við að góður mannauður sé sérstaklega mikilvægur í malbikun sem og öðru. „Við leggjum áherslu á faglegtog hvetjandi umhverfi. Það er nauðsynlegt að hafa ránna háa þegar kemur að þeim málum og eins er nauðsynlegt að allir fái að njóta sín og fái áskoranir til að bæta sig og gera betur í sínu starfi.“

Krefjandi verkefni

Hjá Malbikstöðinni starfa um 55-75 starfsmenn en Vilhjálmur talar um að starfsmannamálin séu það sem eru helst krefjandi við rekstur fyrirtækisins. „Það er ekki hægt að vinna við malbikun allt árið og til að mynda var síðasti vetur einstaklega erfiður en þá var ekki hægt að malbika í nánast fimm mánuði, sem er það lengsta sem ég man eftir. Vonandi verður langt í að slíkur vetur banki uppá aftur. Við þurfum alltaf að stoppa fyrirtækið í einhverja mánuði á ári og byrja svo aftur sem er gríðarlega krefjandi verkefni fyrir stjórnendur. Þetta er svolítið eins og að leggja bátnum í höfn og bíða í nokkra mánuði þangað til þú ferð út aftur. Þá þarf að finna einhver verkefni fyrir mannskapinn og ráða svo inn sumarfólk á vorin. Við viljum ekki vera stöðugt að ráða og reka en sem betur fer eru sumir sem vilja bara koma til starfa í stuttan tíma og við nýtum okkur það.“

Með veðurfræðing á línunni

Vilhjálmur talar um að það sé yfirleitt byrjað að malbika eftir páska, þá sé veðrið oftast orðið gott. „Svo er bara spurning hvað veðrið helst lengi gott. Það er til dæmis ekki á hverju ári sem við getum malbikað í desember en það kemur alveg fyrir,“ segir Vilhjálmur og bætir við með glettni í röddinni að veðurstöðvavefurinn sé vinsælasta vefsíðan hjá fyrirtækinu. „Og við hringjum heilmikið upp á veðurstofu og ræðum við veðurfræðing til að forvitnast um hvort við komumst af stað eða ekki. Hvort það sé að koma rigning eða hvað við höfum marga klukkutíma þann daginn. Þá stökkvum við út eins og slökkviliðið,“segir Vilhjálmur og hlær. En hann segir samt að það sé ekki svo að rigning fari illa með malbikið sjálft. „Þegar við leggjum malbik ofan á gamla vegi þá þarf að líma á milli og það er límið sem skemmist. Eins þurfum við alltaf að huga að kælingu því þegar malbik fer á bílana þá er það 160 gráðu heitt. Við þurfum að vera búin að koma því niður og þjappa áður en hitinn fer undir 130 gráður. Því kaldara sem er úti því hraðar þurfum við að vinna.“

Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar: „Þetta er ávanabindandi starf og …
Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar: „Þetta er ávanabindandi starf og lyktin af malbikinu er mjög ávanabindandi líka. Enda sjúga gamlir malbikarar gjarnan upp í nefið þegar þeir finna lykt af malbiki.“ Ljósmynd/aðsend
mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar