Edward Christian, forstjóri Saga Communications, segir kaupin í Fínum miðli ehf., vera fyrsta skrefið í alþjóðavæðingu fyrirtækisins og að það sé von manna að sú reynsla sem Saga Comm. hefur öðlast heimafyrir, nýtist í uppbyggingu og rekstri þeirra fimm útvarpsstöðva sem Fínn miðill á og rekur hér á landi. Fyrirtækið sem starfar aðallega í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, rekur 24 FM og 13 AM útvarpsstöðvar auk einnar sjónvarpsstöðvar. Heildarvelta þess á síðasta ári nam rúmlega fjórum og hálfum milljarði króna en nettó hagnaður var um 315 milljónir.
Eins og kunnugt er keypti Útvarp FM hf. sem er í eigu feðganna Árna Samúelssonar og Björns Árnasonar, nýlega 50% eignarhlut Alfvakans hf. í Fínum miðli og framseldi hlutann samstundins til Saga Communications.
Meðfylgjandi mynd sýnir Edward Christian sem er reyndar ekki alveg ókunnur staðháttum hér á landi. Hann á ættir að rekja hingað til lands auk þess að vera starfandi konsúll fyrir Ísland í Michigan, Ohio og Indiana.