BENEDIKT Sveinsson var kosinn stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands á stjórnarfundi sem haldinn var að loknum aðalfundi félagsins í gær. Indriði Pálsson, sem hefur verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin sjö ár, gaf ekki kost á sér til stjórnarstarfa í félaginu eftir hartnær 23 ára stjórnarsetu. Í stað Indriða kom Kolbeinn Kristinsson, formaður Verslunarráðs Íslands, nýr inn í stjórn Eimskips.