Í MÖRGUM ársreikningum fyrirtækja árið 1998 má lesa að gengisþróun gjaldmiðla hafi verið fyrirtækinu óhagstæð og er þetta stundum notað sem afsökun fyrir afkomu sem er undir væntingum. Fátítt er hins vegar að sjá það í ársreikningum að gengisþróunin hafi verið hagstæð og það skýri góða útkomu ársins að einhverjum hluta.