Fiskveiðistjórnun á alþjóðlegum vettvangi var helst til umræðu í tvíhliða viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga sem lauk um sl. helgi. Þá var bandarísku sendinefndinni kynnt stjórnun fiskveiða á Íslandi. Talsmenn nefndarinnar sögðu Helga Mar Árnasyni að Bandaríkjamenn geti margt lært af íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu.TVÍHLIÐA viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga um sjávarútvegsmál lauk um sl. helgi. Voru þetta fyrstu viðræður ríkjanna af þessu tagi. Hingað til lands kom sérstök sendinefnd frá Bandaríkjunum skipuð háttsettum embættismönnum úr bandaríska stjórnkerfinu á sviði alþjóðamála og sjávarútvegs.