FRUMNIÐURSTÖÐUR rannsókna á áhrifum botnveiðarfæra á hafsbotninn og lífríki hans hér á landi, eru væntanlegar á næstunni. Rannsóknir þessar voru gerðar á Stakksfirði við Keflavík á tímabilinu frá júní 1997 til janúar 1998 og er úrvinnsla sýna vel á veg komin. "Ég get ekkert sagt enn um áhrif botnveiðarfæra á lífríki botnsins, þar sem frekar úrvinnslu gagna er þörf," segir Stefán Áki Ragnarsson, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun, í samtali við Morgunblaðið. Ekkert togað áratugum saman Að sögn Stefáns Áka varð Stakksfjörður fyrir valinu, þar sem hann hefur verið lokaður fyrir togveiðarfærum áratugum saman. Þarna er leirbotn og fór rannsóknin þannig fram að tekin voru nokkur tilraunatog með trolli. Sýni voru svo tekin þar sem trollið hafði farið yfir í júní, ágúst 1997 og janúar 1998 og þau borin saman við sýni af þeim svæðum af botninum, sem ekki var togað yfir. Meðal annars er þéttleiki og samsetning botndýra í þeim borinn saman. Samanburður sýna, sem tekin voru í fyrsta leiðangri í júní er nú langt kominn.
Hegðan botnveiðarfæra rannsökuð
Mikið um rannsóknir og ráðstefnur
Breytt botndýralíf